Forsíða / Fyrirlestur

Hér vantar efni

 

Allt um víddirnar og undirvíddirnar

Þátttaka og aðild – Menningarvídd/Yfirvídd

Yfirvíddin Þátttaka og aðild skoðar hvernig skipulagsheildin byggir upp getu og hæfni meðal starfsmanna sinna. Hvort að starfsmenn upplifi ábyrgðartilfinningar og hluttekningu. Er lögð áhersla innan skipulagsheildarinnar að halda starfsmönnum upplýstum og þau virkjuð til þátttöku í verkefnum. Þau fyrirtæki og stofnanir sem mælast vel í víddinni þátttaka og aðild eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á teymis- samvinnu meðal starfsmanna og veita þeim umboð til athafna.

Undirvíddirnar þrjár eru frelsi til athafna, samvinna og uppbygging á hæfni.

Frelsi til athafna leggur mat á hvort að starfsmaður upplifi að geta haft áhrif á starf sitt. Undirvíddin

samvinna leggur mat á hversu mikið kapp er lagt á það innan skipulagsheildarinnar að nota teymisvinnu til að vinna að lausn verkefna. Hvort starfsfólk innan mismunandi sviða geti unnið saman sem teymi að sameiginlegum markmiðum skipulagsheildarinnar.

Undirvíddin uppbygging á hæfni leggur mat á það hvort fjárfest og unnið sé markvisst að því að efla færni starfsmanna með þjálfun og endurmenntun. Er ábyrgð og verkefnum miðlað til starfsmanna, sem reynir á hæfni þeirra og eflir sjálfstæði þeirra.

Samkvæmni og stöðugleiki – Menningarvídd/Yfirvídd

Yfirvíddin samkvæmni og stöðugleiki leggur mat á menningu og hefðir innan skipulagsheildarinnar, hvort þau byggja á grunngildum og hvort tveggja sé til staðar. Rannsóknir hafa sýnt að innan skipulagsheilda þar sem vinnustaðmenning hafi sterk grunngildi til að byggja á skapast meiri stöðugleiki, samkvæmni og jafnvægi. Vegna sterkra grunngilda innan skipulagsheildarinnar þjálfast starfsmenn í því að ná samkomulagi þegar ágreiningur er til staðar. Þá myndast stöðugleiki innan skipulagsheildarinnar sem byggir á hollustu, tryggð og aga, sem hjálpar skipulagsheildinni að þekkja hvaða hegðun er æskileg og viðurkennd þar innan.

Undirvíddirnar þrjár eru samhæfing og samþætting, samkomulag og kjarnagildi.

Í undirvíddinni samhæfing og samþætting er lagt mat á hversu vel verkferlar innan skipulagsheildarinnar eru skilgreindir. Hvort að skipulagsheildin gangi í takt og vinni sem ein heild.

Undirvíddin samkomulag metur hvort stjórnendur eru í stakk búinn að leysa úr ágreiningi og hvernig skipulagsheildinni gengur að finna lausn og hvort að samkomulag ríki um hvernig eigi að vinna að því.

Síðasta undirvíddin kjarnagildi leggur mat á það hvort að skipulagsheildin hafi sameiginleg megingildi sem unnið er eftir. Einnig metur víddin hvort  til staðar séu stjórnunaraðferðir, sem hvort tveggja hafa slæm eða góð áhrif ákvarðanatöku og úrlausn verkefna.

 

Aðlögunarhæfni– Menningarvídd/Yfirvídd

Yfirvíddin aðlögunarhæfni metur eiginleika skipulagsheildarinnar að takast á við breytingar í umhverfinu, hvernig skipulagsheildin getur aðlagað sig að þeim og lært af því sem áður hefur gerst. Í þessari vídd kristallast hvort að skipulagsheildin sé sveigjanleg eða ekki, hvort stöðugar breytingar séu innan skipulagsheildarinnar svo hún teljist lærdómsskipulagsheild. Einnig er metið innan víddarinnar hvort ábendingum frá þjónustuþegum eða starfsmönnum sé vel tekið.

 

Undirvíddirnar þrjár eru breytingar, áherslur á þarfir þjónustuþega og lærdómur.

Innan undirvíddarinnar breytingar er mat lagt á getu skipulagsheildarinnar til að taka áhættu og hrinda af stað nauðsynlegum breytingum. Mat er lagt á hvort að aðferðir innan skipulagsheildarinnar séu sveigjanlegar, mæti breytingar andstöðu meðal starfsmanna og hvort starfsmenn bregðist hratt við framþróun og breytingum.

Undirvíddin áhersla á þarfir þjónustuþega/viðskiptavina metur getu og vilja skipulagsheildanna til að koma til móts við þarfir þjónustuþega. Einnig metur víddin hvort ábendingum frá notendum séu nýttar til breytinga og hvort að starfsmenn hafi bein samskipti við þá og hafi skilning á þeirra þörfum.

Lærdómur er sú undirvídd sem metur hvernig skipulagsheildum gengur að túlka og greina þau merki sem koma frá umverfinu, hvort að lært sé af fyrri mistökum og horft sé á þau mistök sem tækifæri á aukinni þekkingu. Einnig er metið hvort að umbunað sé fyrir nýsköpun og að lærdómur sé hluti af daglegri starfsemi skipulagsheildarinnar.

 

Hlutverk og stefna– Menningarvídd/Yfirvídd

Síðasta yfirvíddin hlutverk og stefna metur hvort að tilvistargrundvöllur skipulagsheildanna sé skýr og hvort að stefnt sé að tilgangi hennar til framtíðar. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagsheildir sem sýna eftirtektarverðan árangur hafa skýra mynd af tilgangi og framtíð. Víddin metur einnig hvort að stefnan sé metnaðarfull og falli undir alla kima skipulagsheildarinnar. Lagt er mat á hvort horft sé til skamms tíma eða hvort skipulagsheildin sé vel undirbúin með markvissa og skýra stefnu til lengri tíma

Undirvíddirnar þrjár eru skýr og markviss stefna, markmið og framtíðarsýn.

Undirvíddin framtíðarsýn segir til hvort skipulagsheildin hafi sömu sýn til framtíðar og metur hversu vel allir innan hennar séu samstíga í þeim markmiðum.

Undirvíddin skýr og markviss stefna metur hversu vel skipulagsheildin þekki þessi markmið og hvort framfylgja eigi þeirri stefnu sem þarf til að ná þeim markmiðum sem geta veitt fyrirtækinu eða stofnuninni samkeppnisforskot.

Víddin markmið metur það hvort starfsmenn séu samstíga varðandi markmið og viðmið skipulagsheildarinnar. Einnig hvort að þessi markmið séu raunhæf, metnaðarfull og sú þekking til að ná þessum markmiðum séu til staðar innan skipulagsheildarinnar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt