Félagsmiðstöðin 105 er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.
Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Háteigsskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar. Félagsmiðstöðin er staðsett í Háteigsskóla.
Forstöðumaður 105 er Hafsteinn Bjarnason. Hægt er að hafa samband við 105 í gegnum netfangið hafsteinn.bjarnason@rvkfri.is og í síma 664-8166. Aðstoðarforstöðumaður 105 er Ásgerður Magnúsdóttir, einnig er hægt er að hafa samband við 105 í gegnum netfangið asgerdur.magnusdottir@rvkfri.is og í síma 693-4656.
//
The youth centre 105 is one of five youth centres in Miðborg, Hlíðar and Vesturbær and is part of the Recreational Centre Tjörnin. The youth centre offer children and teenagers aged 10-16 the chance to take part in recreational activities that are adjusted to their relevant age and maturity. The youth centre 105 works closely with directors and staff of Háteigsskóli. We also put emphasis on working well and closely with parents and guardians in the neighbourhood. The youth centre is open for all kids and teenagers in Háteigsskóli from 5th to 10th grade.
Hafsteinn Bjarnason is the youth centers manager, you can contact him via email hafsteinn.bjarnason@rvkfri.is or call the number 664-8166. Ásgerður Magnúsdóttir is the assistant manager and you can contact her via email asgerdur.magnusdottir@rvkfri.is or call the number 693-4656.
Markmið félagsmiðstöðvarinnar 105 er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.
Aðgerðaráætlun 105 2022-2023
Inngangur
Félagsmiðstöðin 105 heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.
Félagsmiðstöðin 105 þjónustar börn á aldrinum 10-16 ára í Miðborginni og er staðsett í Háteigsskóla.
Forstöðumaður er Hafsteinn Bjarnason og aðstoðarforstöðumaður er Ásgerður Magnúsdóttir. Einnig starfa 6 starfsmenn með fjölbreytta menntun og reynslu.
Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2022-2023 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu. Starfsáætlunin tekur gildi 17. ágúst 2022 og gildir til 31. ágúst 2023.
Félagsmiðstöðin 105 fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.
Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.
Unglingastig (8. – 10. bekkur)
Mánudagur – 19:30 – 22:00
Þriðjudagur – 12:20 – 13:00 (hádegisopnun) & 14:30 – 16:30
Miðvikudagur – 19:30 – 22:00
Föstudagur – 14:30 – 22:00 & 19:30 – 22:00
Miðstig
Mánudagur – 16:30 – 18:00 – 6.bekkur
Þriðjudagur – 17:00 – 18:30 – 7. bekkur
Miðvikudagur – 17:00 – 18:30 – 5. bekkur
Föstudagur – 17:00 – 18:30 – 5. – 7. bekkur
Leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og gildi
Framtíðarsýn
Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlist börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag.
Leiðarljós
Barnið sem virkur þátttakandi
Fagmennska og samstarf
Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.
Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.
Gildi
Fjölbreytileiki……….. með opnum hug opnast dyr!
Umhyggja………….….okkur er ekki sama!
Framsækni…………….gott getur alltaf orðið betra!
Megináherslur menntastefnu:
Megináherslur frístundastefnu:
Megináherslur starfsskrár frístundamiðstöðva:
Aðgerðaráætlun 2022-2023
Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 22. ágúst 2022 – 23. ágúst 2023
Starfsfólk og börn kynnast og samstilla starfið.
Ágúst:
September:
Október
Nóvember:
Desember:
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Sameiginlegt Nemendaráð félgasmiðstöðvarinnar 105 og Háteigsskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu félagsstarfskennara í skólanum og kemur forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar inn sem stuðningur ásamt starfsfólki. Fulltrúar nemenda í 8.- 10.bekk eru kosnir í byrjun skólaársins.
Hér má finna gjaldskrá félagsmiðstöðva