Frístundaheimilið Undraland

Frístundaheimilið Undraland hefur umsjón með skipulagðri tómstundadagskrá fyrir börn í 1. – 2. bekk í Grandaskóla. Gengið er inn í Undraland Rekagrandamegin. Dagskrá hefst við lok venjulegs skóladags, kl. 13:40 og lýkur kl. 17:00.

Forstöðumaður er James Weston: 695-5259, james@rvkfri.is

Aðstoðarforstöðumaðurinn er Daniel Diaz Garcia.

Aðstoðarforstöðumaður í fæðingarorlofi er Rósa Maggý Gunnarsdóttir: rosa.maggy.gunnarsdottir@rvkskolar.is

—————

Undraland, after-school program

Undraland is an after-school program for children in 1st and 2nd grade in Grandaskóli (entrance is on Rekagrandi). The program begins at the end of a regular school day at 1:40pm and ends at 5pm.

The Manager is James Weston: 695-5259, james@rvkfri.is

The assistantmanager is Daniel Diaz Garcia.

Rósa Maggý Gunnarsdóttir is on maternity leave:

Ýtið á flipana til að skoða nánar:

Starfsmenn / Employees

Starfsmenn

 • James D.G. Weston
  James D.G. Weston Forstöðumaður // Manager
 • Rósa Maggý Gunnarsdóttir
  Rósa Maggý Gunnarsdóttir Aðstoðarforstöðumaður / Assistant Manager
  Verkefni / Projects

  Félagsfærni

  Undraland einbeitir sér að efla félagsfærni barna.

  Markmiðið með starfinu er fyrst og fremst að efla félagsfærni barnanna með verkefnum sem efla jákvæða sjálfsmynd þeirra og samskipti.

  ————-

  Siðfræði

  Á samverustundum fer fram siðfræðikennsla einu sinni í mánuði. Á einu skólaári eru teknar fyrir 7 helstu siðfræðistefnurnar síðustu 2.500 árin eða svo á barnamáli. Inntak þeirra er kynnt í formi spurninga sem börnin eru hvött til að svara í mismunandi félagslegum aðstæðum. Allar spurningar veita ekki alltaf bestu mögulegu svörin en með því að spyrja sig þessara spurninga fá börnin aðgang að mismunandi sjónarhornum sem hægt er að grípa til í uppákomum hins daglega starfs. Markmið siðfræðikennslunnar er valdefling barnanna. Spurningarnar eru verkfæri sem gera þeim kleift að taka virkari þátt í því að leysa ýmsan samskiptavanda. Í stað þess að starfsmaður bjóði lausn á vandanum er barnið hvatt til að finna lausnina sjálft.

  Hvað ætti ég að gera til að fá það sem ég vil? (Sjálfselskukenningin)

  Hvað myndi besta útgáfan af mér gera? (Aristótelísk dyggðafræði)

  Hvað ætti ég að gera til að auka hamingju sem flestra? (Nytjastefna)

  Hvað myndi ég gera ef allir vissu hvað ég væri að gera? (Samfélagshyggja Humes)

  Hvað ætti ég að gera til að styrkja sambönd mín við aðra? (Umhyggjusiðfræði)

  Hvað ætti ég að gera til að hámarka frelsi sem flestra? (Tilvistarspeki)

  Hvað myndi ég gera ef ég þyrfti að vera öllum til fyrirmyndar? (Kantísk skyldusiðfræði)

  ————-

  Vináttugreining

  Að minnsta kosti einu sinni á önn er gerð vináttugreining til að fá skýra mynd af félagslegri stöðu allra barna í Undralandi. Hún fer þannig fram að allir starfsmenn kortleggja vináttutengsl barnanna til að sjá hvaða félagslega flokki þau lenda í samkvæmt greiningarlíkani Terry og Coie (1991). En tekið skal fram að óformleg greining af þessu tagi fer fram vikulega á starfsmannafundum. Um er að ræða fimm flokka:

  Meðalbörn

  Börn sem oft eru í jafningjaleik við önnur börn. En það er nóg að eiga einn góðan vin eða eina góða vinkonu til að flokkast sem meðalbarn.

  Vinsæl börn

  Vinamörg börn. Önnur börn líta jafnframt upp til þeirra.

  Einmana (týnd) börn

  Börn sem sjaldan eða ekki eru í jafningjaleik við önnur börn. Önnur börn spyrja ekki eftir þeim.

  Útskúfuð börn

  Vinalaus börn með slæmt orðspor í barnahópnum. Oft eiga þessi börn við hegðunarvanda að stríða.

  Umdeild börn

  Börn sem eiga vini eða vinkonur en sem jafnframt eru með slæmt orðspor í barnahópnum.

  Við viljum auðvitað ekki að nokkuð barn sé einmana, útskúfað eða umdeilt í barnahópnum en komi sú staða upp gerum við einstaklingsáætlun fyrir viðkomandi barn í samráði við foreldra til að bæta stöðu þess.

  Heimild: Terry & Coie (1991). A Comparison of Methods for Defining Sociometric Status Among Children. Developmental Pychology, 27, 867-880.

  ————-

  Tilfinningalæsi

  Í Undralandi ræðum við oft um tilfinningar, hvenær okkur þykir erfitt að tjá þær og hvað getur hjálpað okkur við að segja hvernig okkur líður (og hvernig öðrum líður). Í Undralandi hanga uppi spjöld sem sýna mismunandi svipbrigði og tilfinningar og hægt er að vitna í í daglegu tali í Undralandi.

  ————

  Barnalýðræði

  Í Undralandi er barnalýðræði. Það felst meðal annars í því að börnin velja í hvað þau verja frítíma sínum og hafa val um hvaða viðfangsefni þau sinna. Undralandi geta börnin lagt fram hugmyndir sínar og átt þátt í að móta starfið í frístundaheimilinu, bæði hversdagslega og með því að setja hugmyndir sínar í hugmyndakassa sem staðsettur er í listastofu frístundaheimilisins.

  ————

  Réttindafrístund

  Undraland er réttindafrístund UNICEF. Að vera réttindafrístund felur í sér innleiðingu Barnasáttmálans og að hann sé lagður til grundvallar í öllu starfi frístundaheimilsins. Þannig er meðvitund barnanna um réttindi sín aukin, þátttaka þeirra við mótun starfsins aukin og áhersla á jafnrétti og lýðræði.

  ————

  Opinskátt gegn ofbeldi

  Undraland hefur haldið áfram verkefni sem frístundaheimilið vann árið 2015 í samstarfi við Grandaskóla og leikskólann Gullborg, en verkefnið hlaut hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar það ár.

  Verkefnið felst í að við ræðum um birtingarmyndir ofbeldis við börnin; líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi (einkastaði) og vanrækslu. Í umræðunni leggjum við mikla áherslu á hvert þau geta leitað ef þau verða fyrir eða vitni að ofbeldi – og að ofbeldi sé aldrei þolandanum að kenna. Notast er við myndir sem börnin eiga að leggja mat á og er umræðan alltaf á þeirra forsendum.

  Plaköt hanga uppi í Undralandi með leiðbeiningum um hvað börnin geta gert ef þau verða fyrir eða vitni af obeldi.

  Ef þið viljið skoða efnið meira, þá getið þið notast við þennan link á vef Reykjavíkurborgar – þar eru myndirnar allar og hvað við tölum um við hverja mynd, ásamt skýrslum og efni um verkefnið: https://reykjavik.is/opinskatt-um-ofbeldi

  ————

  Miðlalæsi

  Í Undralandi vinnum við með miðlalæsi og gagnrýna hugsun á það sem við sjáum og heyrum. Við notumst við leiðbeiningar um þau tæki sem gefa okkur upplýsingar; bækur, tölvur, síma, sjónvörp, útvörp, i-Pada o.fl., en með því læra börnin hvernig á að umgangast nútímatækni. Við tölum einkum um þrjá flokka miðla: stjórnandi, upplýsandi og afþreyingargildi – og ræðum hvaða upplýsingar við erum að fá og hvers vegna.

  Leiðarljós og gildi / Guiding lights

  Markmið Undralands eru í raun tvíþætt:

  Í fyrsta lagi að bjóða upp á skipulagða og metnaðarfulla tómstundadagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hver einstaklingur fær að njóta sín.

  Í öðru lagi er markmiðið að bjóða börnum upp á skemmtilegan og öruggan stað að leika sér á meðan foreldrar sinna öðru. Eins að foreldrar geti verið vissir um að eftirlit með börnunum sé skilvirkt og faglegt en þó á mannlegum nótum.

  Í Undralandi leitast starfsfólk við að leiðbeina börnunum í leikjum og ýmiss konar verkefnum, þar sem áhersla er lögð á samvinnu, vinskap og skemmtun.

  Heilir dagar / Whole days

  Heilir dagar (lengd viðvera) í Undralandi eru á viðtalsdögum Grandaskóla, starfsdögum kennara og virkum dögum í jóla- og páskafríum.

  Athugið að lokað er í frístundaheimilinu í haust- og vetrarfríum.

  Skrá þarf börnin sérstaklega á þessa daga. 

  Skráning í lengda viðveru er inni á http://vala.is  

  Munið að ljúka öllum skrefunum í skráningunni, þar með talið að staðfesta skilmálana. Ef þið fáið ekki staðfestingarpóst um að barnið sé skráð, þá hafið þið ekki lokið öllum skrefunum í skráningunni.

  Leiðbeiningar: Farið inn á http://vala.is og ýtið á lásinn efst í hægra horni. Ýtið á „vetur“ undir Vala frístund. Þar skráið þið ykkur inn með íslykli eða rafrænum skilríkum. Þegar þið eruð komin inn, þá sjáið þið takka á borðanum vinstra megin sem á stendur „lengd viðvera“. Þar eigið þið að geta skráð/afskráð barnið.

  Hægt er að velja hvort börnin eru allan daginn eða hálfan. Greitt er fyrir viðbótarvistun fyrir hádegi þessa daga. Sjá gjaldskrá hér. Ef börn vilja mæta á sínum tíma, 13:40-17:00 þarf ekki að borga aukalega fyrir vistun. Hins vegar þarf að skrá börnin. Frístundaheimilið er mannað eftir fjölda barna og vöktum breytt í samræmi við fjölda barna yfir daginn.

  Á foreldraviðtalsdögum erum við alltaf í Undralandi svo auðvelt sé að ná í börnin til að fara með þau í viðtal. Á öðrum heilum dögum bjóðum við upp á ferð út fyrir frístundaheimilið. Börnin geta valið hvort þau fara með í ferðina eða leika í Undralandi yfir daginn.

  Börn þurfa að mæta klædd eftir veðri og með tvö nesti (morgun- og hádegisnesti). Enginn hádegismatur er í skólanum á þessum dögum. Undraland sér um síðdegishressingu eins og venjulega.

  Opið er fyrir skráningar á heila daga á vorönn 2021. Ath. að skráningu lýkur á þriðjudögum vikuna áður, á miðnætti (23:59), fyrir staka heila daga. Fyrir jólafrí og páskafrí lýkur skráningu stundum fyrr.

  Röskun vegna óveðurs / Disruption due to weather

  Tilmæli um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi

  Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

  Ábyrgð foreldra / forráðamanna

  Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir hverfum og svæðum.

  Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema annað sé tilkynnt. Í upphafi skóladags getur tafist að fullmanna skóla og mega foreldrar þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.

  Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

  Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. vegna vanbúinnar bifreiðar til vetraraksturs.

  Tilkynningar

  Tilkynningar eru settar fram í samvinnu við Veðurstofu Íslands og er þá viðvörunarkerfi hennar haft til hliðsjónar.

  Nánari upplýsingar.

  Hafi Veðurstofan gefið út gula, appelsínugula  eða rauða  viðvörun þá eru tilkynningar virkjaðar.

  Kappkostað er að senda tímanlega út tilkynningu um röskun á skóla- og frístundastarfi í samstarfi við útvarpsstöðvar og vefmiðla og er miðað við að þær berist eigi síðar en kl. 7 að morgni.

  Áríðandi er að foreldrar fylgist með tilkynningum og fari að tilmælum.

  Símkerfi skóla eru misvel undir það búin að anna miklu álagi og er foreldrum því bent á að fylgjast vel með veðri og tilkynningum og afla upplýsinga í fjölmiðlum, á vefsíðum skóla og slökkviliðsins (shs.is). Einnig má fá upplýsingar á Facebook-síðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

  Foreldrar skulu ævinlega leita eftir staðfestum tilkynningum yfirvalda.

  Útsendar tilkynningar SHS eiga ávallt við um höfuðborgarsvæðið í heild, en aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og bæjarhlutum.

  Tilkynningar verða eftirfarandi:

  1. Daginn áður vegna veðurspár (gul , appelsínugul   eða rauð  viðvörun fyrir daginn eftir).
   (Sé veður í lagi er sjaldnast send út tilkynning vegna þessa en ítrekað fyrir foreldrum að fylgjast
   með veðri).
  2. Að morgni dags vegna óveðurs eða færðar (gul , appelsínugul   eða rauð   viðvörun að morgni dags).
  3. Síðdegis ef veður hefur versnað meðan á skólahaldi/frístundastarfi stendur (gul , appelsínugul   eða rauð   viðvörun síðdegis).
  4. Að morgni dags ef óveður hamlar skólahaldi (rauð   viðvörun).

  Leiðbeiningar þessar eru ætlaðar „yngri börnum“ það er börnum yngri en 12 ára, athugið að hér er aðeins um viðmið að ræða sem er háð mati foreldra/forráðamanna.

  PRESS HERE FOR ENGLISH VERSION.

  Foreldrahandbók / Parents manual

  Foreldrahandbók Undralands 2021-2022.

  Ýtið hér til að skoða foreldrahandbók Undralands 2021-2022.

  Parents Manual 2021-2022

  Click here to read the manual. 

  Trans börn og skólar/frístundaheimili

  Ef þið ýtið á linkinn, þá birtast þar upplýsingar um trans börn, stuðningsáætlanir og gátlista.

  Trans börn og skólar | Reykjavíkurborg (reykjavik.is)

  • Frístundaheimilið Undraland
  • Við Grandaskóla, Keilugranda 12, 107 Reykjavík
  • 411-5710 / 411-5711 / 695-5054
  • undraland@rvkfri.is
  Contact Us

  We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

  Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt