Frístundaheimilið Draumaland
Draumaland er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Austurbæjarskóla. Draumaland er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:00, staðsett við Barónstíg 32, 101. Reykjavík.
Forstöðumaður Draumalands er Kristófer Nökkvi Sigurðsson
kristofer.nokkvi.sigurdsson@rvkfri.is
Aðstoðarforstöðumaður er Sigrún Birna Arnardóttir
sigrun.birna.arnardottir@rvkfri.is
Draumaland is an after school program for children in 1.-4. grade in Austurbæjarskóli. Draumaland is open after school each day until 17:00.
Head of Draumaland is Kristófer Nökkvi Sigurðsson: kristofer.nokkvi.sigurdsson@rvkfri.is
Assistant head of Draumaland is Sigrún Birna Arnardóttir
Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af ÖRYGGI – VIRÐINGU – VÆNTUMÞYKJU – VELLÍÐAN
Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.
Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í hverju frístundaheimili fyrir sig í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila er tengjast börnunum.
In Draumaland we do our best to offer many different things each day so that everybody can find something to do. In our after school program it is our goal that every individual gets an opportunity to grow and enjoy an environment where he is secure, respected, cared for and feels welcome.
Frístundaheimilið Draumaland heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.
Draumaland þjónustar börn á aldrinum 6-9 ára í Miðborginni og er staðsett í /við Austurbæjarskóla.
Forstöðumenn eru Kristófer Nökkvi Sigurðsson og Þórður Atli Eiríksson. Þórður hefur sótt um námsleyfi og mun Sigrún Birna Arnardóttir taka við starfinu tímabundið og verður þá aðstoðarforstöðumaður tímabundið á meðan Þórður er í leyfi. Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2020-2021 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu. Starfsáætlunin tekur gildi 1. september 2020 og gildir til 31. ágúst 2021.
Draumaland fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.
Aðgeðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrarog forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni. Athugið að aðgerðaráætlunin er lifandi skjal sem getur tekið breytingum yfir starfsárið.
Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.
Að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum.
Framtíðarsýn skóla- og frístundasviðs er að gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra í leik, námi, starfi og lífinu almennt. Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.
Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.
Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!
Umhyggja – okkur er ekki sama!
Fjölbreytileiki – með opnum hug, opnast dyr!
Frístundamiðstöðvar vinna sínar starfsáætlanir fyrir 2020-2021 út frá stefnukorti skóla- og frístundasviðs og þeim markmiðum sem sett voru fram með stefnukortinu þegar sviðið var stofnað. Að auki eru þær unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030-látum draumana rætast sem eru:
Lykilfærniþætti sem unnið er með í starfinu má finna í starfsskrá frístundamiðstöðvanna í Reykjavík. Þeir eru:
Við gerð þessarar aðgerðaráætlunar Draumalands 2020-2021 var leitast við að hafa samband við starfsfólk, börn og foreldra til þess að fá þeirra hugmyndir um hvað má gera betur í starfinu. Meðal annars var leitað eftir hugmyndum barnanna um það hvernig þau vilja sjá starfið. Á Barnaráðsfundi Draumaland í maí 2020 voru spurningar lagðar fyrir börnin. Barnaráð elstu barnanna var mjög virkt í þessari vinnu. Reynd var að innleyfa hugmyndir yngra barna eins mikið og hægt var. Spurningar sem voru lagðar fyrir börnin voru eftirfarandi:
Einnig var leitast eftir tillögum frá foreldrum um bætt starf í Draumalandi. Foreldrar fengu sendan tölvupóst þar sem þeim var bent á síðu þar sem hægt er að senda inn athugasemdir nafnlaust. Alls bárust 7 athugasemdir. Margar þeirra voru mjög góðar og vel hægt að bæta þá þætti sem bent var á.
Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 22.ágúst-21.ágúst. Hér á eftir munum við lista upp helstu verkefnin og viðburðina sem eru í hverjum mánuði starfsársins fyrir sig. Þess ber að gæta að þessi listi er ekki tæmandi eða bindandi, enda er starfið okkar lifandi vettvangur sem tekur mið af þörfum þess barna- og starfsmannahóps sem hjá okkur er. Hann á þó að gefa góða mynd af því hvernig við vinnum og hvernig við setjum framangreind markmið og áhersluþætti í framkvæmd í raunverulegum verkefnum. Ávallt er boðið upp á útiveru, hreyfingu og frjálsan leik í bland við fjölbreyttar smiðjur, klúbba og þematengd verkefni. Með þessu móti náum við góðu jafnvægi á milli þess að leyfa börnunum að njóta sín með félögum sínum og sinna sínum hugðarefnum þegar formlegri dagskrá skólans sleppir og að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína, náttúrulega forvitni og skapandi hugsun þannig að þau fái það mesta út úr veru sinni í frístundaheimilinu Draumalandi. Áhersla er lögð á það að styðja við lestrarnám barnanna með óformlegum hætti, svo sem með því að hafa alltaf myndasöguklúbb þar sem börnin sem hann velja læra að lesa myndasögur, teikna þær og vinna bæði með lestur og skrift. Einnig er gott aðgengi að bókum í frístundaheimilinu og með því að hafa ritmálið sýnilegt í umhverfinu, m.a. með því að merkja helstu hluti og rými í starfinu með bæði orðmynd. Þannig náum við líka að styðja við og ýta undir markvisst íslenskunám hjá börnum sem ekki eru með íslensku að móðurmáli.
Við vinnum út frá hugmyndafræði um virkt barnalýðræði þar sem við leitum fjölbreyttra leiða til að fá fram sjónarmið og raddir barnanna og notum við til þess fjölbreyttar leiðir. Eitt af því sem við gerum er að hafa hugmyndakassa þar sem þau geta sett hugmyndir, tillögur eða óskir hvenær sem þeim dettur í hug. Barnaráðsfundir eru svo í annarri hverri viku á mismunandi vikudögum þannig að við útilokum enga hópa frá þátttöku. Börnin sem mæta á fundina kjósa svo um það sem sett hefur verið í kassann, sem fara svo í kosningu til allra. Passað er að um 80% skráðra barna kjósi áður en farið er í að setja tillögur/óskir/hugmyndir í framkvæmd og einnig er passað að viðburðir sem valdir eru af krökkunum séu settir á ólíka vikudaga þannig að það séu ekki alltaf sömu börnin sem missi af þeim.
Ágúst
September
Október – Vísindi og tilraunir
Nóvember
Desember
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Hér má finna Gjaldskrá frístundarheimila Reykjavíkur 2020
Draumaland fer eftir eineltisstefnu Reykjavíkurborgar. Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur stefnuna á vef Reykjavíkurborgar. Hægt er að smella hér til að skoða.
Hægt er að koma með ábendingar til stjórnenda með því að hringja í síma 411-5570 eða senda tölvupóst á draumaland@rvkfri.is. Ykkar ábendingar skipta öllu máli.