Hér vantar efni

Hér er hlekkur á eineltisáætlun Tjarnarinnar.

Aðgerðaráætlun Skýjaborga 2022-2023

Frístundaheimilið Skýjaborgir heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem  þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.

Skýjaborgir þjónustar börn á aldrinum 6-7 ára í Vesturbæjarskóla.

Forstöðumaður er Hrönn Jónsdóttir og aðstoðarforstöðumaður er Hildur Hlíf Hilmarsdóttir. Starfsmenn eru 12 og margir með fjölbreytta menntun og reynslu.

Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2022-2023 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu. Starfsáætlunin tekur gildi 1. september 2022 og gildir til 31. ágúst 2023.

Skýjaborgir fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.

Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er sett upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.

 

 

Leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og gildi

 

Leiðarljós

Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.

 

Hlutverk og framtíðarsýn

Að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum.

 

Framtíðarsýn skóla- og frístundasviðs er að gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra í leik, námi, starfi og lífinu almennt.

 

Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.

Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.

 

Gildi

 

Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!

 

Umhyggja –  okkur er ekki sama!

 

Fjölbreytileiki –  með opnum hug opnast dyr!

 

 

 

Um aðgerðaráætlunina

Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 23.ágúst. 2022.ágúst 2023. Hér á eftir munum við lista upp helstu verkefnin og viðburðina sem eru í hverjum mánuði starfsársins fyrir sig. Þess ber að gæta að þessi listi er ekki tæmandi eða bindandi, enda er starfið okkar lifandi vettvangur sem tekur mið af þörfum þess barna-og starfsmannahóps sem hjá okkur er. Hann á þó að gefa góða mynd af því hvernig við vinnum og hvernig við setjum framangreind markmið og áhersluþætti í framkvæmd í raunverulegum verkefnum. Ávallt er boðið upp á útiveru, hreyfingu og frjálsan leik í bland við fjölbreyttar smiðjur, klúbba og þematengd verkefni. Með þessu móti náum við góðu jafnvægi á milli þess að leyfa börnunum að njóta sín með félögum sínum og sinna sínum hugðarefnum þegar formlegri dagskrá skólans sleppir og  að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína náttúrulega forvitni og skapandi hugsun þannig að þau fái það mesta út úr veru sinni í frístundaheimilinu. Áhersla er lögð á það að styðja við lestrarnám barnanna með óformlegum hætti, svo sem með því að hafa gott aðgengi að bókum í frístundaheimilinu og með því að hafa ritmálið sýnilegt í umhverfinu, m.a. með því að merkja helstu hluti og rými í starfinu með bæði orðmynd og mynd. Þannig náum við líka að styðja við og ýta undir markvisst íslenskunám hjá börnum sem ekki eru með íslensku að móðurmáli. Við erum einnig dugleg að nýta okkur bókasöfnin í hverfinu og erum í góðu samstarfi við skólabókasafnið.

Við vinnum út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Stefnu um frítímaþjónustu í Reykjavík til 2025.

Menntastefna Reykjavíkurborgar er ætlað að endurspegla grunngildi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að menntun barns skuli beinast að því að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu þess með það að markmiði að búa það undir að lifa ábyrgðu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar gagnkvæmrar virðingar, mannréttinda og vinsemdar, þar sem við leitum fjölbreyttra leiða til að fá fram sjónarmið og raddir barnanna og notum við til þess fjölbreyttar leiðir. Eitt af því sem við gerum er að hafa hugmyndakassa þar sem þau geta sett hugmyndir og tillögur til starfsmanna hvenær sem þeim dettur í hug og úr þeim er unnið. Við minnum reglulega á hugmyndakassann og bjóðumst til að aðstoða börnin við að koma hugmyndum sínum í kassann. Á starfsmannafundum förum við yfir hugmyndir og reynum að framkvæma þær eftir bestu getu.

Við erum dugleg við að nota opinn efnivið og flétta tækninni inn í starfið okkar þannig að krökkum gefist færi á að fá sem flesta snertifleti við verk-, tækni- og listnám. Við leggjum áherslu á skapandi verkefni, hvort sem er í stuttum smiðjum eða lengri klúbbum og reynum að flétta saman skapandi vinnu og verklegri vinnu þar sem þau þjálfast í meðferð áhalda, s.s. með skartgripagerð, vísindatilraunir, ljósmyndum o.s.frv.

 

Nálgun við gerð aðgerðaráætlunar:

Við gerð þessarar aðgerðaráætlunar var leitast við að hafa víðtækt samráð við sem flesta hagsmunaaðila til þess að geta sem best mætt þörfum þeirra og óskum um þjónustu. Meðal annars var leitað eftir hugmyndum barnanna um það hvernig þau vilja sjá starfið og var hugmyndakassinn látinn ganga í heimakrók. Einnig var leitað til foreldra og þeir hvattir til að koma tillögum um verkefni eða betrumbætur  á starfinu til forstöðumanna sem gætu nýst í þessari vinnu. Tölvupóstur var sendur til allra foreldra auk þess sem frétta fór inn á Facebook síðu foreldra  þar sem gefinn var hlekkur á gooogle.docs. skjal þar sem allir gátu vistað inn tillögur.

Síðast en ekki síst voru starfsmenn virkir í vinnunni og koma með ýmsar góðar tillögur að verkefnum þar sem við náum að koma framangreindum markmiðum og áherslum í aldursviðeigandi og áhugahvetjandi verkefni fyrir krakkana.

 

 

 

Helstu dagsetningar

Ágúst

Ráðning nýrra starfsmanna, starfsmenn og börn kynnast og samstilla starfið. Valkerfið sett af stað og teknar myndir af börnunum.

 • Ráðning nýrra starfsmanna
 •  17.ágúst: Kynningarbæklingur sendur í pósti ,,Velkomin í frístundarheimilið þitt“
 • 18. ágúst: Síðasti dagur í sumarfrístund.
 • 19. ágúst: Starfsdagur frístundaheimila Tjarnarinnar
 • 22.ágúst: Skólasetning – Lokað á Skýjaborgum
 • 23. ágúst: Fyrsti dagur vetrarfrístundar fyrir börn í 2. bekk sem fengið hafa pláss
 • 24. ágúst: opnar vetrarfrístunda fyrir börn í 1. bekk.

September

Þema: Heilsuvika

Í september er lögð áhersla á útiveru og nærumhverfi.

 • Klúbbastarfs hefst og foreldrakynning.
 • Leiklist (Þróunarverkefni)
 • Kynnum vináttuþjálfunarverkefnið fyrir starfsmönnum
 • 19.-23. Heilsuvika – fyrsta sameiginlega þemavika frístundaheimila Tjarnarinnar
 •   29 og 30. sept. Heilir dagar v/Samráðsdagar

Október

Þema: Vísinda og tilraunavika og vetrarfrí.

 • 07. október  Starfsdagur í Vesturbæjarskóla opið á Skýjaborgur
 • 10.-14.. október:  Vísinda og tilraunavika
 • 21. okt Fræðslunámskeið fyrir starfsmenn
 • 21, 24 og 25 október: Haustfrí/Vetrarfrí. Lokað á Skýjaborgum
 •  Fjölskylduviðburður í vetrarleyfi í boði Tjarnarinnar.
 • 31. október: Hrekkjavaka
 • Foreldraviðtöl auglýst

Nóvember

Þema: Barnaréttindavika og undirbúningur fyrir jólamarkað.

 

 • 17. nóvember er starfsdagur bæði í skóla og frístund, Skýjaborgir lokaðar þann dag.
 • 14.-18. nóvember: Réttindavika barna. Þemavika í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og til að minna börnin á réttindin sín. Þriðja sameiginlega þemavika FH Tjarnarinnar.
 • 20. nóvember: Réttindaganga um hverfið 
 • 8. nóvember Baráttudagur gegn einelti. Unnið með eineltisfræðslu og forvarnir.
 • Undirbúningur fyrir jólabasar

Desember

Þema: Jólamarkaður og Jólafrí.

 • Jólaföndur og jólagleði
 • 08. desember:  Jólamarkaður fjölskyldunnar  til styrktar SOS
 •  21 ,22, 23, 27, 28,  29,og30. desember: Heilir dagar á Skýjaborgum vegna jólaleyfis
 • 24, 25, 26 og 31. desember: Jólafrí Lokað í Skýjaborgum

Janúar

Þema: Fjölmenning

 • Klúbbastarf hefst að nýju – Foreldrum býðst að koma í viðtal til stjórnenda Skýjaborga.
 • 02. janúar: –Heill dagur á Skýjaborgum
 • 16. – 20. janúar: Vika fjölmenning.
 • Hugmyndavinna fyrir Barnamenningarhátíð
 • 30 og 31 janúar: – heilir dagar á Skýjaborgum vegna samráðsdaga í Vesturbæjarskóla

Febrúar

Þema: Miðlalæsi

Vetrarfrí og skráning vegna næsta skólaárs.

 • Klúbbastarf heldur áfram
 • 13.-17. febrúar: Miðlalæsisvika
 • Skráning á umsókn.fristund.is vegna Skólaárs 2022 – 2023
 • 23 og 24. febrúar: Vetrarleyfi lokað á Skýjaborgum
 • 23. Fjölskylduhátíð
 • Starfsþróunarsamtöl

Mars

Þema: Umhverfisvikan

 • 13. mars: Starfsdagur kennara og heill dagur á Skýjaborgum
 • 27.-31. mars Umhverfisvika

Apríl

Þema: Barnamenning

Páskafrí og Barnamenningarhátíð.

 • 17.-21 apríl: Barnamenningarvika
 • 3, 4,og 5 apríl: Heilir dagar á Skýjaborgum
 • 20.apríl: Sumardagurinn fyrsti. Lokað á Skýjaborgum
 • Kynna sumarstarfið fyrir foreldrum

Maí

Þema: Fjölbreytileiki

Í maí er lögð áhersla á útiveru og vettvangsferðir um nágrenni Vesturbæjarskóla.

Hið ,,árlega“ Regnbogahlaup frístundaheimilanna fer fram 17. maí

 • 10. maí: Starfsdagur, lokað á Skýjaborgum.
 • 17.maí: Regnbogahlaupið
 • 18. maí:Uppstigningardagur. Lokað á Skýjaborgum
 • 29.ma: í annar í hvítasunnu. Lokað á Skýjaborgur

Júní

Vetrarstarf lýkur og sumarfrístund hefst.

Skólaslit eru 7. júní og þann dag er skipulagsdagur á Skýjaborgum og því lokað í frístund.

Sumarfrístund hefst föstudaginn 09.júní. Skrá þarf sérstaklega í sumarfrístund.

 • 07. júní: Skólaslit. Lokað á Skýjaborgum
 • 08. starfsdagur
 • 09. júní: Sumarfrístund hefst

Júlí

 • LOKAÐ
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt