Frístundaheimilið Selið

Frístundaheimilið Selið í Melaskóla hefur umsjón með skipulagðri tómstundadagskrá fyrir börn í 1. – 2. Bekk í Melaskóla. Dagskrá hefst við lok venjulegs skóladags kl. 13:40 og henni lýkur kl. 17:00.

Forstöðumenn Selsins eru:
Björn Þór Jóhannsson, sími: 411-5721, bjorn.thor.johannsson@reykjavik.is
Styrmir Reynisson, sími: 411-5722, styrmir.reynisson@reykjavik.is

 

Selið is an organized after school program for kids in 1st and 2nd grade in Melaskóli. The program begins at the end of a regular school day at 13:40 and ends at 17:00.

Heads of Selið are:
Björn Þór Jóhannsson, bjorn.thor.johannsson@reykjavik.is
Styrmir Reynisson, styrmir.reynisson@reykjavik.is

Starfsmenn

Starfsmenn

 • Bryndís Þórólfsdóttir
  Bryndís Þórólfsdóttir
  • Björn Þór Jóhannsson
   Björn Þór Jóhannsson Forstöðumaður
  Aðgerðaráætlun

  Aðgerðaráætlun Selsins 2018-2019

   

  Inngangur

  Frístundaheimilið Selið heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.

  Selið þjónustar börn á aldrinum í Vesturbænum og er staðsett í eða við Melaskóla.

  Forstöðumenn eru Styrmir Reynisson og Björn Þór Jóhannsson. Starfsmenn eru 20 og margir með fjölbreytta menntun.

  Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2018-2019 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu. Starfsáætlunin tekur gildi 1. september 2018 og gildir til 31. ágúst 2019.

  Selið fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.

  Aðgeðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.

   

  Leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og gildi

   

  Leiðarljós

  Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.

   

  Hlutverk og framtíðarsýn

  Að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum.

   

  Framtíðarsýn skóla- og frístundasviðs er að gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra í leik, námi, starfi og lífinu almennt.

   

  Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.

  Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.

   

   

  Gildi Tjarnarinnar

  Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!

  Umhyggja –  okkur er ekki sama!

  Fjölbreytileiki –  með opnum hug opnast dyr!

   

  Gildi Selsins

  VÁ!
  Fagmennska

  Vellíðan

   

  Umbótaþættir og áhersluatriði

  Frístundamiðstöðvar vinna sínar starfsáætlanir fyrir 2018-2019 út frá stefnukorti skóla- og frístundasviðs og þeim markmiðum sem sett voru fram með stefnukortinu þegar sviðið var stofnað. Að auki eru þær unnar út frá umbótaþáttum starfsáætlunar SFS 2018 sem eru:

  • Málþroski, lestrarfærni og lesskilningur
  • Verk-, tækni og listnám
  • Lýðræði, jafnrétti og mannréttindi
  • Fjölmenning

   

  Að auki hafa frístundamiðstöðvarnar sett sér þrjú áhersluatriði sem unnið verður með þvert á borgina. Þau eru:

  • Lýðræði
  • Lýðheilsa
  • Foreldrasamstarf

   

  Lykilfærniþætti sem unnið er með í starfinu má finna í starfsskrá frístundamiðstöðvanna í Reykjavík. Þeir eru:

  • Sjálfmynd
  • Umhyggja
  • Félagsfærni
  • Virkni og þátttaka

   

  Aðgerðaráætlun 2018-2019

  Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 22.ágúst-21.ágúst

   

  Ágúst

  Sumarfrístund hefst aftur eftir sumarlokun. 8.- 11.08

  Skólasetning 22.ágúst- lokað í Selinu

  1. ágúst opnar Selið fyrir börn sem hafa fengið pláss.

  Ráðning nýrra starfsmanna.

  Valkerfið sett af stað – teknar myndir af börnunum.

  Starfsfólk og börn kynnast og samstilla starfið.

  Tengjumst með tónlist fer af stað.

   

  September

  17 – 21 september hreystivika.
  Foreldrakynning 5. september.
  Foreldradagur foreldra í 1. bekk 7. september.

  Skráning í haustklúbba 24. sept. – ábending frá börnum. Gott klúbbastarf

   

  Október

  Klúbbastarf hefst.

  1. – 12. október vísinda og tilraunavika.

  Tilraunaklúbbur fer af stað.

   

  Nóvember

  1. – 23. nóvember barnasáttmálavika.

  Einræðisherradagurinn 21. nóvember.

  Ævintýraspilið fer af stað.

  Iceland Airwaves off-venue í Selinu.

  1. nóvember Dagur íslenskrar tungu.

   

  Desember

  Jólamarkaður Tjarnarinnar 6. desember.

  Heilir dagar um jólin 21., 27, 28 desember.

   

  Janúar

  Heill dagur 2. janúar.

  1. janúar. Flugeldasýning Selsins.

  Klúbbastarf  heldur áfram.

  1. – 25. janúar lifandi efniviður þemavika.

   

  Febrúar

  Fjölmiðlalæsisvika 11. – 15. febrúar.

  Skutluvika í íþróttasal.

   

   

  Mars

  Öskudagur 6. mars

  1. mars afrakstur Tengjumst með tónlist kynntur.
  2. – 15. mars fögnum fjölbreytileikanum þemavika

  Kjóladagur í Selinu.

   

  Apríl

  Barnamenningarhátíð – Melarapp.

  Krakkarnir koma fram á barnamenningarhátíð.

  Páskar 18. – 22. apríl

  Sumardagurinn fyrsti 25. apríl.

  Heilir dagar 15., 16. 17. apríl.

   

  Maí

  1. maí kassabílarallý fyrir 1. og 2. bekk.

  Selsjúró 10. maí.

  Vatnsstríð 24. maí.

   

  Júní

  Sumarstaf hefst.

  1. júní starfsdagur barnastarfs.

   

  Júlí

  Leiðarljós og gildi

  Gildi Selsins eru VÁ! – Fagmennska – Vellíðan.

  Starfið hverfist í kring um gildin og þau eru í fyrirrúmi. Viðbrögð barna, foreldra og starfsmanna eiga að vera VÁ!

  Selið vinnur bæði sér og í samvinnu að ýmsum verkefnum sem stuðla að jafnrétti, lýðræði, mannréttindum og barnamenningu. Selið heldur Barnasáttmála og mannréttindaviku, Barnamenningarhátíð, Jólamarkað og bláa daginn.

  Selið er staður barnanna. Starfið er fyrir þau og þeirra ánægju og vellíðan.
  Selið ætlar sér að halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið í vetur. Stefna áfram að því að vera fyrirmynd í frístundastarfi. Nýsköpun, framþróun og vel unnin verk viljum við að einkenni næsta ár í Selinu. 21. aldar foreldrasamskipti er verkefni sem hefur gengið svakalega vel og því verður haldið áfram 2017-2018.

  Selið kom mjög vel út úr ánægjukönnunum foreldra og starfsmanna fyrir árið 2016-2017. Það er okkur mikið ánægjuefni. Eitt helsta og mest krefjandi verkefni vetrarins var að koma í lag starfsmanna andanum í Selinu. Það hefur gengið mjög vel og í ánægjukönnun var ánægja starfsmanna 4,95 af 5.

  Selið ætlar að halda áfram með VÁ! verkefnið. Það verkefni hefur verið mjög gott og nytsamlegt í því að skapa fjölbreytt, áhugavert og örvandi starf fyrir börnin. Það verður ekkert gefið eftir í VÁ!inu.

  Gjaldskrá 2018 - 2019

   

  Frístundaheimili og sértækt félagsmiðstöðvastarf – Gjaldskrá

  Hlusta

  Þjónusta

  Mánaðaverð

  Síðdegishressing

  Samtals 

  Vistun 5 daga 13.413 3.872 17.285
  Vistun 4 daga 10.937 3.101 14.038
  Vistun 3 daga 8.442 2.321 10.763
  Vistun 2 daga 5.956 1.561 7.517
  Vistun 1 daga 3.461 791 4.252
  Lengd viðvera 2.013

  Ef tvö systkini eða fleiri eru í vistun í frístundastarfi borgarinnar (yfir vetrartímann) er veittur 75% afsláttur vegna annars barns en 100% vegna þriðja og fjórða barns af frístundagjaldi, skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börnin.

  Þá er veittur systkinaafsláttur milli dagforeldra, leikskóla og frístundaheimila/sértæks félagsmiðstöðvastarfs þannig að 50% afsláttur er af gjöldum á frístundaheimili/sértæku félagsmiðstöðvastarfi ef barnið á systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri. Ekki er veittur afsláttur af gjaldi fyrir síðdegishressingu.

  Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.40 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það kr. 2.013 á dag og er þá talað um lengda viðveru. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum/sértæka félagsmiðstöðvastarfinu frá kl. 13.40-17.00. Óskað er eftir skráningu á þessa daga. Einnig er hægt að skrá þau börn eftir hádegi sem ekki eru skráð í vistun þann vikudag og greitt sérstaklega fyrir. Skráning á langa daga er bindandi og ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun þessa daga.

   

  Gjaldskrá 2018 fyrir sumarstarf frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva

  Þjónusta
  Vikuverð
  Viðbótarstund
  (08:00-09:00 eða 16:00-17:00)
  5 dagar 8.905 2.599

  Sendur er einn greiðsluseðill fyrir hvern mánuð í sumarfrístund. Veittur er 20% systkinaafsláttur af dvalargjaldi annars barnsins skráðu á sama lögheimili/fjölskyldunúmer. Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi vegna viðbótarstundar.

  Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í námskeiði þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en námskeið/smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar námskeið/smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

  Gjald fyrir sumarfrístund er innheimt eftir á. Gjalddagi er fyrsti dagur næsta mánaðar. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Hafi gjaldið ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir og vanskilakostnaður. Hafi ekki verið greitt innan 50 daga frá gjalddaga er krafan send í milliinnheimtu hjá Momentum. Ekki er hægt að nota frístundakort til að niðurgreiða sumarstarf.

  • Frístundaheimilið Selið
  • Við Melaskóla, Hagamel 1, 101 Reykjavík
  • 411-5720/695-5061/664-7658
  • selid@reykjavik.is
  Contact Us

  We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

  Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt