Félagsmiðstöðin 100og1 er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.
Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Austurbæjarskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar.
Hægt er að hafa samband við 100og1 í gegnum netfangið gissur.ari.kristinsson@rvkfri.is og í síma 664-8234.
Markmið félagsmiðstöðvarinnar 100og1 er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.
Aðgerðaráætlun 2022-2023
Ágúst
26.ágúst: Starfsdagsferð unglingastarfs
Ákveða starfsdag nemendaráðs
September
??. september: starfsdag Nemendaráðs.
15-16. september: Starfsdagar Samfés
21.september: Tjarnarball – fjárölfunarball fyrir Landsmót Samfés
8.bekkjarferð?
Október
7.- 9.október: Landsmót Samfés
10-14.október: Hinsegin vika
12.október: Foreldraviðtöl
17.-21.október: Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsvikan
21-25 október. Vetrarfrí skóla.
24.október: Fjölskylduhátíð í Vetrarleyfi.
24.október: Starfsdagur unglingastarfshóps
21-25.október: Lokað vegna Vetrarleyfi.
31.október: Hrekkjavaka
Nóvember
7.-9. nóvember: Skrekkur – undanúrslit.
14 nóvember: Skrekkur – úrslitakvöld.
8.nóvember: Baráttudagur gegn einelti.
17.nóvember: Starfsdagur í Austurbæjarskóla.
20.nóvember: Dagur unga fólksins / Dagur mannréttinda barna
25.nóvember – Rímnaflæði
Desember
20.desember: Jólafrí í skólanum
Janúar
2.janúar: Starfsdagur unglingastarfs.
6.janúar: Samfés-Con
20.janúar: Danskeppni Samfés
21.janúar: Hönnunarkeppnin Stíll
25.janúar: Söngkeppni Tjarnarinnar.
Innra mat.
Febrúar
2.febrúar: Foreldraviðtöl.
11.febrúar: Undankeppnum fyrir Söngkeppni Samfés lýkur
14.febrúar: Skráning í söngkeppni Samfés hefst
23.febrúar: Starfsdagur unglingastarfs
23.-24. febrúar: Vetrarleyfi.
20–22.febrúar: Bolludagur, sprengidagur, öskudagur.
Mars
1.mars: Spurningakeppni Tjarnarinnar
3.mars: Starfsdagur inni í skóla
17.-19.mars: Rafíþróttarmót Samfés og Elko
20.-22.mars: Fræðsla fyrir Samfestinginn
24.mars: Samfestingurinn
25.mars: Söngkeppni Samfés
Apríl
6.-10.apríl: páskafrí.
14.apríl: Skemmti- og menningarferð 100og1, 105 og GB
18.-23.apríl: Barnamenningarhátíð Reykjavíkur.
20.apríl: Sumardagurinn fyrsti.
27.-28.apríl: Aðalfundur Samfés 2023
Maí
1.maí: Verkalýðsdagurinn.
10.maí: Sameiginlegur starfsdagur SFS
26.-28.maí: Rafíþróttamót Samfés og Elko.
29.maí: Annar í hvítasunnu
Júní
3.júní: Vorhátíð Austurbæjarskóla
7.júní: Skólaslit
8.júní: Sumarstarf Tjarnarinnar hefst
14-15.júní: Útilega Tjarnarinnar
Stjörnur eru gefnar fyrir þá hluti sem matsnefnd finnst skara sérstaklega framúr og þykir til eftirbreytni. 100og1 fékk þrjár stjörnur fyrir þessi viðmið:
Sameiginlegt Nemendaráð félgasmiðstöðvarinnar 100og1 og Austurbæjarskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar og félagsstarfskennara í skólanum. Fulltrúar nemenda í 8.- 10.bekk eru kosnir í byrjun skólaársins og sem sjá þeir meðal annars um að ræða málefni sem varða unglinganna og halda utan um viðburði í félagsmiðstöðinni í hverjum mánuuði.
Hér má finna gjaldskrá frístundaheimla og félagsmiðstöðva.