Félagsmiðstöðin Gleðibankinn

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.

Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Hlíðaskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar. Félagsmiðstöðin er staðsett í Hlíðaskóla. 

Forstöðumaður Gleðibankanns er Gunnlaugur Víðir Guðmundsson

Starfsmenn

Starfsmenn

  • Gunnlaugur V. Guðmundsson ( Gulli ) (Hann/he)
    Gunnlaugur V. Guðmundsson ( Gulli ) (Hann/he) Forstöðumaður
  • Anna Margrét Káradóttir  ( Anna Magga )     (HÚN/SHE)
    Anna Margrét Káradóttir ( Anna Magga ) (HÚN/SHE) Aðstoðarforstöðukona
  • Ísak Kárason (HANN/HE)
    Ísak Kárason (HANN/HE) Frístundaleiðbeinandi
    • Sæmundur Karl Gregory (HANN/HE)
      Sæmundur Karl Gregory (HANN/HE) Frístundaleiðbeinandi
      • Auður Makaya Mashinkila (HÚN/SHE)
        Auður Makaya Mashinkila (HÚN/SHE) Frístundaleiðbeinandi
        • Vigfús Karl Steinsson (HANN/HE)
          Vigfús Karl Steinsson (HANN/HE) Frístundaleiðbeinandi
          • Arnar Steinn Þorsteinsson (HANN/HE)
            Arnar Steinn Þorsteinsson (HANN/HE) Frístundaráðgjafi
            • Iðunn Gígja Kristjánsdóttir (HÚN/SHE)
              Iðunn Gígja Kristjánsdóttir (HÚN/SHE) Frístundaleiðbeinandi
              • Katrín Guðjónsdóttir (HÚN/SHE)
                Katrín Guðjónsdóttir (HÚN/SHE) Frístundaráðgjafi
                • Ivana Esperanza (HÚN/SHE)
                  Ivana Esperanza (HÚN/SHE) Frístundaráðgjafi
                  • Stefán Bjarki Tulinius (HANN/HE)
                    Stefán Bjarki Tulinius (HANN/HE) Frístundaleiðbeinandi
                    Leiðarljós og gildi

                    Markmið félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankanns er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu.
                    Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.

                    Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í.
                    Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

                    Aðgerðaráætlun

                    Aðgerðaráætlun Gleðibankans  2022-2023

                    Aðsetur félagsmiðstöðvar: Hlíðaskóli

                    Fjöldi á miðstigi: 197

                    Fjöldi á unglingastigi: 173

                    Forstöðumaður & netfang: Gunnlaugur Víðir Guðmundsson gunnlaugur@rvkfri.is                     

                    Aðgerðaráætlun Gleðibankans 2022-2023

                    Inngangur

                    Félagsmiðstöðin Gleðibankinn heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.

                    Gleðibankinn þjónustar börn á aldrinum 10-16 ára og er staðsett í Hlíðaskóla.

                    Forstöðumaður er Gunnlaugur V. Guðmundsson og aðstoðarforstöðukona er Anna Margrét Káradóttir. Starfsmenn eru 10 og eru með fjölbreytta menntun.

                    Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2022-2023 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu. Starfsáætlunin tekur gildi 1. sept 2022 og gildir til 31. ágúst 2023.

                    Gleðibankinn fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.

                    Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er sett upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.

                    Leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og gildi

                    Leiðarljós

                    Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.

                     

                    Hlutverk og framtíðarsýn

                    Að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum.

                    Framtíðarsýn skóla- og frístundasviðs er að gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra í leik, námi, starfi og lífinu almennt.

                    Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.

                    Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.

                    Gildi

                    Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!

                    Umhyggja –  okkur er ekki sama!

                    Fjölbreytileiki –  með opnum hug opnast dyr!

                     

                    Umbótaþættir og áhersluatriði

                    Frístundamiðstöðvar vinna sínar starfsáætlanir fyrir 2022-2023 út frá stefnukorti skóla- og frístundasviðs og þeim markmiðum sem sett voru fram með stefnukortinu þegar sviðið var stofnað. Að auki eru þær unnar út frá umbótaþáttum starfsáætlunar SFS 2018 sem eru:

                    • Málþroski, lestrarfærni og lesskilningur
                      Félagsmiðstöðin Gleðibankinn mun í vetur bjóða upp á námskeið í textagerð fyrir rapp og aðrar tónlistarstefnur. Auk þess að gera texta verða skoðaðir textar listamanna, saga og þróun textagerðar.
                    • Verk-, tækni og listnám
                      Í vetur verður boðið upp á ýmis námskeið í tónlistargerð meðal annars í tónlistarvikunni Taktlaus sem er sameiginlegur viðburður félagsmiðstöðva í tjörninni.
                    • Lýðræði, jafnrétti og mannréttindi
                      Nemendur ákveða dagskrá félagsmiðstöðvarinnar og kjósa um hvaða viðburði þau vilja hafa yfir veturinn. Einnig er félagsmiðstöðin með 2 valgreinar í vetur félagsmálafræði og félagsmiðstöðvarval þar sem áhersla er lögð á fræðslu um jafnrétti og mannréttindi.
                    • Fjölmenning
                      Félagsmiðstöðin Gleðibankinn mun í vetur bjóða upp á mismunandi menningarkvöld til að kynnast ólíkri menningu.

                    Að auki hafa frístundamiðstöðvarnar sett sér þrjú áhersluatriði sem unnið verður með þvert á borgina. Þau eru:

                    • Lýðræði
                      Líkt og síðustu ár mun félagsmiðstöðin Gleðibankinn leggja mikla áherslu á lýðræði í starfinu. Dagskrá er unnin og framkvæmd af börnunum sjálfum með leiðsögn starfsmanna. Félagsmiðstöðin sér um nemendaráð skólans og er það opin valgrein sem öllum nemendum á unglingastigi býðst að skrá sig í.
                    • Lýðheilsa
                      Í félagsmiðstöðinni er boðið upp á skipulagt starf og fræðsluefni sem ætlað er að efla tilfinningþroska, umburðarlyndi og umhyggju, vináttu, félagsfærni og sjálfsmynd barna og unglinga.
                    • Starfsfólk er samstíga í því hvernig tekið er á óæskilegri hegðun þannig að tiltekin hegðun kalli á samskonar viðbrögð óháð því hvaða starfsmaður á í hlut.
                    • Samstarf er við aðila utan félagsmiðstöðvarinnar s.s. skóla, fagfólk, barnavernd og stofnanir í nærsamfélagi um að halda utan um velferð og líðan barna, unglinga og starfsfólks.
                    • Útilokun, fordómar og mismunun líðast ekki og börnin og unglingarnir eru hvattir til að láta starfsfólk vita ef slíkt á sér stað.

                     

                    • Foreldrasamstarf
                      Foreldrasamskipti Gleðibankans fara fram í gegnum Mentor, mánaðarlegu fréttabréfi. Einnig er forstöðumaður viðstaddur á foreldrarfundardögum skólans og tekur vel á móti þeim sem vilja. Félagsmiðstöðin býður einnig upp á foreldrafundi fyrir ferðir og stóra viðburði.

                     

                    Lykilfærniþætti sem unnið er með í starfinu má finna í starfsskrá frístundamiðstöðvanna í Reykjavík. Þeir eru:

                    • Sjálfmynd
                      Félagsmiðstöðin leggur mikla áherslu á vinna útfrá áhugasviði barnanna og gefa þeim vettvang og verkefni sem styrkja þeirra sjálfsmynd. Starfsmenn aðstoða við að samskipti barnanna séu uppbyggileg. Einnig eru fræðslur og viðburðir sem miða við að auka sjálfsvitund þeirra og hvaða leiðir þau geta tekið til að styrkja sig. Dæmi er samskiptamiðlafræðsla, kynlífsfræðsla og umræðukvöld (taboo-kvöld).
                    • Umhyggja
                      Starfsmenn leggja mikla áherslu á að taka vel á móti öllum sem koma í félagsmiðstöðina. Félagsmiðstöðin er opin öllum og starfsmenn standa vörð um að engir viðburðir eða orðaræða sé útilokandi eða særandi.
                    • Félagsfærni
                      Félagsmiðstöðin miðar við að bjóða upp á fjölbreytta viðburði sem reyna mismikið á félagsfærni. Það er ekki gerð nein krafa á félagsfærni til að taka þátt en flestir viðburðir þjálfa börnin í samskiptum og félagsþroska. Markmið férlagsmiðstöðvarinnar er að auka félagsfærni þeirra sem mæta í gegnum viðburði og almenna þjónustu félagsmiðstöðvarinnar.
                    • Virkni og þátttaka
                      Þátttaka í stærri viðburðum og ferðum miðast við mætingakeppni félagsmiðstöðvarinnar. Með því eru börnin hvött til að mæta sem mest og taka þátt í starfinu. Forstöðumaður og aðstoðarforstöðumaður eru líka með viðveru á skólatíma og hvetja einstaklinga sem ekki hafa verið að mæta til að koma í félagsmiðstöðina.

                     

                    Aðgerðaráætlun 2022-2023

                     

                    Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 24.ágúst-21.ágúst

                     

                    Starfsfólk og börn kynnast og samstilla starfið.

                     

                    Ágúst:

                    • Stjórnendur mæta til starfa: 17.ágúst
                    • Starfsdagur starfsfólks – Tjörn og starfsstaðir 19. ágúst
                    • Skólasetning 22. ágúst
                    • Fyrsta opnun 22. ágúst
                    • Starfsdagsferð 26. ágúst
                    • 10-12 ára starf hefst 31. ágúst

                     

                     

                    September:

                    • Hefja vinnu með þróunarstyrk
                    • Starfsdagar Samfés 15.-16. sept.
                    • Starfsdagur Nemendaráðs sept.
                    • Fyrsta ballið
                    • Tjarnarball sept

                    Október:

                    • Foreldraviðtöl í skóla
                    • Landsmót Samfés 7.-9. okt.
                    • Hinsegin vika Tjarnarinnar 10.-14. okt.
                    • Félagsmiðstöðvardagur/vika 17.-21. okt.
                    • Vetrarfrí skóla 21.-25. okt.
                    • Fjölskylduhátíð Tjarnarinnar 24. okt.
                    • Starfsdagur Gleðibankans – 24. okt.
                    • Hrekkjavaka 31. okt.

                     

                     

                    Nóvember:

                    • Baráttudagur gegn einelti 8. nóv.
                    • Undanúrslitarkvöld Skrekkur 7.-9. nóv
                    • Úrslitakvöld Skrekkur 14. nóv
                    • Sameiginlegur starfsdagur Hlíðaskóla og Gleðibankans 17. nóv.
                    • Rímnaflæði 25. nóv
                    • Dagur mannréttinda barna 29. nóv.

                    Desember:

                    • Jólaball
                    • Jólaskemmtanir skóla
                    • Jólafrí í Hlíðaskóla
                    • Viðhorfskannanir á foreldra og unglinga í gegnum mentor

                     

                    Janúar

                    • Starfsdagur unglingastarfs 2. jan.
                    • Samfés Con 6. jan
                    • Danskeppni Samfés 20. jan.
                    • Stíll 21. jan.
                    • Söngkeppni Tjarnarinnar 25. jan.

                     

                    Febrúar

                    • Foreldraviðtöl í skóla
                    • feb skráning í söngkeppni Samfés hefst
                    • Öskudagur 22. feb
                    • Starfsdagur unglngastarfs 23. feb.
                    • Vetrarfrí 23. – 24. feb.

                    Mars:

                    • Spurningakeppni Tjarnarinnar 1. mars
                    • Samræmdpróf 9.bekkur 10.-12. mars
                    • Rafíþróttamót Samfés 17.-19. mars
                    • Sjúk ást fræðsla Samfés 20. mars
                    • Samfestingurinn 24. mars
                    • Söngkeppni og leiktækjamót Samfés 25. mars

                    Apríl:

                    • Barnamenningarhátíð Reykjavíkur 18.-23. apríl
                    • Aðalfundur Samfés 27. -28. apríl
                    • Páskafrí 6.-10. apríl
                    • Skemmti- menningarferð 100&1, 105 og GB 14.-15. apríl
                    • Sumardagurinn fyrsti 20. apríl

                     

                    Maí:

                    • Rafíþróttamót Samfés 26.-27. maí
                    • Lokaball

                    Júní:

                    • Vorhátíð
                    • Útskrift 10.bekkur
                    • Skólaslit 7. júní
                    • Sumarstarf hefst 8. júní
                    • Útilega Tjarnarinnar 14.-15. júní

                    Júlí:

                    • Sumarfrí starfsfólks hefst 13. júlí
                    Nemendaráð

                    Nemendaráð

                    Sameiginlegt Nemendaráð félgasmiðstöðvarinnar Gleðibankanns og Hlíðaskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar og félagsstarfskennara í skólanum. Nemendaráðið er valfag í stundatöflu, fundað er einu sinni í viku og einnig þegar þörf er á. Í nemendaráði Hlíðaskóla og Gleðibankans er mikil áhersla lög á unglingalýðræði og fá nemendaráðsmeðlimir mikið svigrúm, traust og frelsi til að sinna félagslegum þáttum innan veggja skólans.

                    Gjaldskrá

                    Hér má finna gjaldskrá félagsmiðstöðva

                    • Félagsmiðstöðin Gleðibankinn
                    • Hlíðaskóla, Hamrahlíð 2, 105 Reykjavík
                    • 6955215
                    • gunnlaugur@rvkfri.is

                    Opnunartímar

                     5.-6. bekkur

                    miðvikudagar kl. 15:30-16:45
                    föstudagar kl 17:00-18:30

                    7. bekkur

                    miðvikudagar kl. 17:00-18:30
                    föstudagar kl 17:00-18:30

                    8.-10. bekkur

                     Mánudagar: 19:30-22:00
                    Þriðjudagar: 14:30-17:00
                    Miðvikudagar: 19:30-22:00
                    Föstudagar: 19:30-22:00

                    Opið klúbbastarf 
                    Vigdís feministafélag alla föstudaga kl 15:00
                    Opnun á skólatíma (viðvera starfsmanna) þriðjudögum 13:30-14:30 og föstudögum 13:00-14:00
                    Íþróttaklúbbur GB föstudögum 14:00-16:00

                    Contact Us

                    We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

                    Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt