Félagsmiðstöðin Gleðibankinn er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.
Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Hlíðaskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar. Félagsmiðstöðin er staðsett í Hlíðaskóla.
Forstöðumaður Gleðibankanns er Gunnlaugur Víðir Guðmundsson
Markmið félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankanns er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu.
Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.
Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í.
Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.
Aðgerðaráætlun Gleðibankans 2022-2023
Aðsetur félagsmiðstöðvar: Hlíðaskóli
Fjöldi á miðstigi: 197
Fjöldi á unglingastigi: 173
Forstöðumaður & netfang: Gunnlaugur Víðir Guðmundsson gunnlaugur@rvkfri.is
Aðgerðaráætlun Gleðibankans 2022-2023
Inngangur
Félagsmiðstöðin Gleðibankinn heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.
Gleðibankinn þjónustar börn á aldrinum 10-16 ára og er staðsett í Hlíðaskóla.
Forstöðumaður er Gunnlaugur V. Guðmundsson og aðstoðarforstöðukona er Anna Margrét Káradóttir. Starfsmenn eru 10 og eru með fjölbreytta menntun.
Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2022-2023 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu. Starfsáætlunin tekur gildi 1. sept 2022 og gildir til 31. ágúst 2023.
Gleðibankinn fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.
Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er sett upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.
Leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og gildi
Leiðarljós
Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.
Hlutverk og framtíðarsýn
Að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum.
Framtíðarsýn skóla- og frístundasviðs er að gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra í leik, námi, starfi og lífinu almennt.
Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.
Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.
Gildi
Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!
Umhyggja – okkur er ekki sama!
Fjölbreytileiki – með opnum hug opnast dyr!
Umbótaþættir og áhersluatriði
Frístundamiðstöðvar vinna sínar starfsáætlanir fyrir 2022-2023 út frá stefnukorti skóla- og frístundasviðs og þeim markmiðum sem sett voru fram með stefnukortinu þegar sviðið var stofnað. Að auki eru þær unnar út frá umbótaþáttum starfsáætlunar SFS 2018 sem eru:
Að auki hafa frístundamiðstöðvarnar sett sér þrjú áhersluatriði sem unnið verður með þvert á borgina. Þau eru:
Lykilfærniþætti sem unnið er með í starfinu má finna í starfsskrá frístundamiðstöðvanna í Reykjavík. Þeir eru:
Aðgerðaráætlun 2022-2023
Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 24.ágúst-21.ágúst
Starfsfólk og börn kynnast og samstilla starfið.
Ágúst:
September:
Október:
Nóvember:
Desember:
Janúar
Febrúar
Mars:
Apríl:
Maí:
Júní:
Júlí:
Sameiginlegt Nemendaráð félgasmiðstöðvarinnar Gleðibankanns og Hlíðaskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar og félagsstarfskennara í skólanum. Nemendaráðið er valfag í stundatöflu, fundað er einu sinni í viku og einnig þegar þörf er á. Í nemendaráði Hlíðaskóla og Gleðibankans er mikil áhersla lög á unglingalýðræði og fá nemendaráðsmeðlimir mikið svigrúm, traust og frelsi til að sinna félagslegum þáttum innan veggja skólans.
Hér má finna gjaldskrá félagsmiðstöðva