Félagsmiðstöðin Frosti er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af frístundamiðstöðinni Tjörninni. Frosti þjónustar börn og unglinga í 5.-10.bekk í Hagaskóla, Landakotsskóla, Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Áhersla er lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu en félagsmiðstöðin heldur úti upplýsingasíðu á Facebook og sendir auk þess reglulega út fréttabréf til foreldra og forráðamanna í gegnum Mentor.
Starfið fyrir 5.-7.bekkinga sem og 8-10. bekkinga fer fram í húsnæði Tjarnarinnar, Frostaskjóli 2 (sama húsi og KR).
Forstöðumaður Frosta er Brynja Helgadóttir og aðstoðarforstöðumenn eru Sigurhjörtur Pálmason og Yrsa Ósk Finnbogadóttir.
Hægt er að hafa samband við Frosta í gegnum netfangið brynja.helgadottir@rvkfri.is og í síma 664-8208.
Markmið félagsmiðstöðvarinnar Frosta er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.
Aðgerðaráætlun Frosta 2023-2024
Inngangur
Félagsmiðstöðin Frosti heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.
Félagsmiðstöðin Frosti þjónustar börn á aldrinum 10-15 ára í Vesturbænum og er staðsett í frístundamiðstöðinni Tjörninni ásamt að vera með aðstöðu í Hagaskóla.
Forstöðumaður er Brynja Helgadóttir og aðstoðarforstöðumenn eru Sigurhjörtur Pálmason og Yrsa Ósk Finnbogadóttir. Í félagsmiðstöðinni starfa 12 starfsmenn með fjölbreytta menntun og reynslu.
Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2023 – 2024 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar https://reykjavik.is/sites/default/files/menntastefna_rvk_20x20-lores22.02.pdf og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025 https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/sfs_fristundastefna_2017_web.pdf.
Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu.
Starfsáætlunin tekur gildi 1. september 2023 og gildir til 31. ágúst 2024.
Félagsmiðstöðin Frosti fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.
Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.
Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar
Mánudagar (með 6. bekk og 7. bekk) kl. 14:30 -16:00
Miðvikudagar kl. 17:00-19:00
Föstudagar með (6.bekk og 7.bekk) kl. 17:00-19:00
Mánudagar (með 5. bekk og 7. bekk) kl. 14:30 -16:00
Þriðjudagar kl. 17:00-19:00
Föstudagar (með 5.bekk og 7.bekk) kl. 17:00-19:00
Mánudagar (með 5. bekk og 6. bekk) kl. 14:30 -16:00
Miðvikudagar kl. 17:00-19:00
Föstudagar (með 5.bekk og 6.bekk) kl. 17:00-19:00
8.-10. bekkur
Mánudagar: 19:30-21:45
Þriðjudagar: 14:00-16:30 og 10.bekkjaropnun kl. 19:30-21:45
Miðvikudagar: 19:30-21:45
Fimmtudagar: 14:00-16:30
Föstudagar: 19:30-22:00
Leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og gildi
Framtíðarsýn
Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlist börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag.
Leiðarljós
Barnið sem virkur þátttakandi
Fagmennska og samstarf
Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.
Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.
Gildi
Fjölbreytileiki – með opnum hug opnast dyr!
Umhyggja – okkur er ekki sama!
Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!
Megináherslur menntastefnu:
Megináherslur frístundastefnu:
Megináherslur starfsskrár frístundamiðstöðva:
Aðgerðaráætlun 2023-2024
Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 22.ágúst-21.ágúst
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Sameiginlegt nemendaráð félagsmiðstöðvarinnar Frosta og Hagaskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar og félagsstarfskennara í skólanum. Fulltrúar nemenda í 8.- 10.bekk eru kosnir í byrjun skólaársins og halda þeir meðal annars utan um viðburði í skólanum og félagsmiðstöðinni í hverjum mánuði.
Hvað er þetta “Tikk”?
Eflaust hafa einhver ykkar heyrt um Tikk-kerfið okkar í Frosta. Félagsmiðstöðin þjónustar gífurlegum fjölda unglinga (um 600 manns á aldrinum 13-16 ára) og neyðumst við því stundum til að hafa fjöldatakmörkun í einstaka ferðir eða viðburði vegna húsnæðis eða starfsmannafjölda. Tikk-kerfið er tilraun okkar til að finna sanngjarna leið til að ákvarða hverjir komast að þegar takmarka þarf fjölda þátttakenda. Á viðburðum á vegum Samfés er einnig óskað eftir því að félagsmiðstöðvar mæti aðeins með unglinga sem starfsfólkið þekkir vel til.
Með Tikk-kerfinu viljum við gefa þeim unglingum sem taka hvað mestan þátt í starfi Frosta tækifæri á að fá forgang í ferðir og viðburði. Tikk-kerfið er aðallega hugsað til þess að hægt sé að forðast að setja unglinga í aðstæður þar sem hlédrægir og feimnir unglingar verða undir eða 10.bekkingar geta troðist fram fyrir 8. og 9. bekkinga í miðasöluröðum eins og reyndin hefur verið undanfarin ár.
Í hvert skipti sem einstaklingur tekur þátt í starfi Frosta býðst honum að fá Tikk. Það sama gildir ef tekið er þátt í klúbbastarfi, ungmennaráði, nemendaráði, eða öðru starfi í þágu félagslífsins í skólanum. Einnig geta unglingarnir skipulagt viðburði í félagsmiðstöðinni, haft frumkvæði að verkefnum, aðstoðað við undirbúning í 10-12 ára starfi Frosta og ýmislegt fleira og fengið Tikk fyrir. Það er sjálfsögðu ekki skylda að fá Tikk heldur bera unglingarnir sjálfir ábyrgð á að taka við starfmann og fá Tikk ef þau vilja.
Hér má finna gjaldskrá félagsmiðstöðva.