Vatnsstríð Selsins

Vatnsstríð Selsins fór fram á dögunum við mikinn fögnuð. Vatnsstríðið er orðið árlegur viðburður en hefur aldrei verið eins stórt og þetta skiptið. Meira en 1000 vatnsblöðrur, nokkur hundruð lítrar af vatni og geggjað stuð. Það gerist ekki betra.

Viðburður Selsins á Barnamenningarhátíð

Í Selinu var starfsræktur rappklúbbur frá áramótum með það að markmiði að börnin semdu sitt eigið rapplag fyrir Barnamenningarhátíð. Krakkarnir röppuðu vikulega og sömdu frábært lag. Hátindinum var svo náð þegar rappklúbburinn hitaði upp fyrir GKR á viðburði Selsins á Barnamenningarhátíð.

Einræðisherradagur í Selinu

Í Selinu höldum við mannréttindaviku árlega og í tilefni af því þá höldum við upp á lýðræði og tjáningarfrelsið með því að hafa halda Einræðisherradaginn. Þann dag má enginn velja og enginn fær að ráða neinu nema einræðisherrann. Það vekur venjulega ekki mikla lukku. Þá sameinast starfsfólk og börn gegn einræðisherranum og mótmæla kröftuglega þangað til hann gefur eftir og börnin mega velja sjálf aftur.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt