Réttindafrístund

Selið er í þeirri vegferð að verða réttindafrístundaheimili Unicef. Réttindaskóli og réttindafrístund Unicef er samstarfsverkefni milli skóla og frístundar. Selið fékk viðurkenningu og vottun um að vera orðin réttindafrístund á afmæli barnasáttmálans 20. Nóvember 2019.

Hér er myndband sem var gert af velferðasviði um réttindaskóla.

Til að fá vottunina Réttindaskóli eða Réttindafrístund þarf að uppfylla eftirfarandi forsendur.

  • Þekking á réttindum barna (42.grein)
  • Barna og ungmennalýðræði (12.grein)
  • Eldmóður fyrir réttindum barna (2.,4.,12. og 29.grein)
  • Forsendur Barnasáttmálans hluti af daglegu starfi (2.,4.,12. og 29.grein)
  • Samstarf (2.,3. og 6.grein)

Það eru fjórar greinar barnasáttmálans sameinuðu þjóðanna sem við vinnum helst eftir og er lögð sérstök áhersla á þessar fjórar greinar;

2. grein    Jafnræði — bann við mismunun 

Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.

3. grein    Það sem barninu er fyrir bestu

Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki  eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.

6. grein    Réttur til lífs og þroska

Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.

12.grein    Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif

Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.

Hvað gerum við í Selinu?

Barnaráðsfundir

Reglulega er haldinn barnaráðsfundur með börnum sem kjósa að sitja í barnaráðinu í þann daginn.

Þar eru ýmist rædd mikilvæg málefni sem snerta börnin og þörf er að fá að heyra þeirra skoðanir en einnig er þar farið yfir hugmyndir barnanna sem borist hafa í hugmyndakassa Selsins, en það er kassi sem er alltaf aðgengilegur fyrir börnin til að skrifa niður alls kyns hugmyndir sem þeim dettur í hug til að bæta starfið í Selinu.

Barnaráðið les hugmyndirnar saman og flokkar þær í þrjá flokka, „framkvæmanleg hugmynd“, „óframkvæmanleg hugmynd“ og „ógild hugmynd“.

Eftir flokkun er farið yfir hugmyndirnar sem flokkuðustu undir framkvæmanlegar og fær barnaráðið að velja tvær hugmyndir í sameiningu sem verða framkvæmdar í kjölfarið  en einnig velja þau nokkrar fleiri hugmyndir sem fara í kosningu hjá öllum í Selinu og er sú hugmynd sem fær mesta kosningu framkvæmd fljótlega eftir kosninguna.

Eftir hvern fund er fundargerðin prentuð út og hengd upp þar sem hún er sýnileg fyrir öll börnin og geta þau þar séð hvaða hugmyndir verða að veruleika á næstunni. Það eykur áhuga þeirra að setja hugmyndir í hugmyndakassann og mæta á barnaráðsfundina til að hafa áhrif á hvað verður í boði næst. Þrátt fyrir að einungis nokkrar hugmyndir eru valdar til að framkvæma þýðir það ekki að hinar hugmyndirnar eru gleymdar heldur eru þær geymdar og nýttar til að fá hugmyndir og fá barnaraddirnar inn í starfið.

Myndrænt skipulag og frístundalæsi

„Jöfn en ekki eins“. Börnin standa misjafnlega vel þegar kemur að lestri, tungumáli og fleiru og því er selið virkt í frístundalæsi og myndrænum upplýsingum. Út um alla veggi í öllum selum má sjá hlutina merkta með stórum og skýrum bókstöfum sem stuðlar að bættri lestrarþekkingu og er myndrænt skipulag og upplýsingar aðgengilegar hjá valtöflu Selsins.

Heimasíða Réttinaskóla Unicef

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt