Undraland hefur gert vef um siðfræði í frístundastarfi. Á henni eru góðar upplýsingar, leiðbeiningar, verkefni og kveikjur að innleiðingu siðfræði í frístundastarf. Skoðið nánar á: https://sidfraediifristund.com/

Í frístundastarfi á sér stað siðferðismótun hvort sem hlúð er að henni eða ekki. Með því að stunda siðfræði í samræðu við aðra leggjum við grunn að siðferðilegri yfirvegun, dómgreind og gagnrýninni hugsun.

Frístundastarf eru tilvalinn vettvangur til þess að eiga samræður um siðferðið. Þar sem siðferðisþroski er nauðsynlegur hverjum einstaklingi í lýðræðissamfélagi er nauðsynlegt að nýta hið kjörna tækifæri sem frístundastarfsfólki býðst, þegar börnin eru að stíga sín fyrstu skref í slíku samfélagi, til þess að leggja grunn að sjálfstæðri, ábyrgri og agaðri hugsun.

Ásamt því að efla siðferðilega hugsun ungmenna er verkefnið nytsamlegt verkfæri fyrir starfsfólk sem stuðlar að aukinni fagmennsku frístundastarfs almennt.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt