Hvernig er launaseðill Reykjavíkurborgar settur upp. 

Smellið HÉR til að kynna ykkur fríðindi sem standa starfsfólki Tjarnarinnar til boða.

 

Ef þið horfið á launaseðilinn þá skiptist hann í 3 kassa. Efsti kassinn innheldur grunn upplýsingar og svo samtölur launseðils. Kassinn  í miðjunni sýnir fyrir hvað þið eruð að fá í laun og er sundurliðun á því. Síðasti kassinn, sá neðsti er sundurliðun yfir frádrátt frá launum.

Í efsta kassanum sjáið þið nafn og heimilisfangið ykkar. Þar sjáið þið hvenær greiðslan á sér stað og fyrir hvaða mánuð greiðslan er. Hérna koma svo upplýsingar um hvert launagreiðslurnar berast: Reikningsnúmer, banki og svo kennitalan ykkar. Svo sjáið þið samtölur launseðilsinns. Efsta talan er samtala fyrir greiðslur, sem er miðjukassinn hérna að neðan. Frádrátturinn er samtalan fyrir frádráttinn sem er niðurlistaður í neðsta kassanum á launaseðlimnum. Þegar frádrátturinn er dreginn frá greiðslu þá er niðurstaðan það sem er útborgað, þeas hvað þið fáið lagt inn á reikninginn ykkar.

Þannig í raun og veru snýst þetta allt um þessar þrjár tölur, þeas hver eru launin, hvað er dregið frá og hvað fæ ég útborgað. Hér er Jól Jónsson með 195.726 kr. í laun, dregið er frá 21.576 kr. og hefur hann fengið því 174.151 kr. útborgað inn á reikning.

Miðjukassinn þar sjáum við allt varðandi greidd laund.

Hérna lengst til vinstri sjáið þið fyrir hvaða tímabil þið eruð að fá greidd laun. Í þessu tilfelli er Jól Jónsson að fá greitt fyrir tímabilið 1 október til 31 október mánaðarlaun. Hann er í launaflokki 232 og er frístundaleiðbeinandi. Hann er með 1,5% persónuálag sem er allt símenntunar álag (sem þið sjáið hér), þetta þýðir að hann er búinn að vinna í meira en 1 ár hjá borginni en minni en 3. Hann er ekki með neitt menntunarálag. Taxtinn reiknast beint út frá launatöflu miðað við launaflokk og persónuálag. Í reitnum einingar sjáið þið starfsprósentuna, en þarna sést að Jól Jónsson er í 48% (0,48) starfi. Hann er því að fá mánaðarlaun upp á 179.684kr.

Næst sjáum við launategund sem heitir launalaust leyfi, en starfsmaðurinn hefur þá fengið leyfi í 2 daga sem sést hér. Það er þá dregið af launum. Sem svarar 11.979kr.

Næst sjáið þið yfirvinnu og vaktaálag. Tímabilin fyrir yfirvinnu og vaktaálag er alltaf 11hvers mánðar til 10 næsta mánaðar. Þetta eru tölur sem skila sér beint úr vinnustund sem er afgreidd í kringum 15. hvers mánaðar. Þessi starfsmaður var að vinna 4 tíma í yfirvinnu , 2 tíma í vaktarálag dag (sem er vaktaálag á mánudögum til fimmtudaga eftir kl 17:00) og svo 4 tíma í vaktaálag nh (sem er um nætur og helgar, þar með talið föstudaga eftir kl 17:00). Af yfirvinnu og vaktaálagi er alltaf greitt með orlof (á laun) sem þið sjáið hér fyrir neðan og er það 13,04% af samtals yfirvinnunni og vaktarálaginu.

Því næst er þessi starfsmaður með samgöngusaming, en hann er í minna en 50% stöðugildi þannig að hann fær bara helminginn af 6.þús krónunum.

Þetta er svo allt lagt saman og þar með er launaupphæðin komin. Sem er sú sama hérna niður og í samtölunni efst.

Næst eru það frádráttarliðirnir.

Ég ætla að byrja á því að taka það fram að innheimtumaður ríkissjóðs er ógreidd skuld við skattinn sem er ótengd þessari launagreiðslu en er dregin frá launum ef það er skuld við skattinn.

Hér fyrir neðan er svo orlof lagt í banka. En þessi upphæð er s.s. orlof lag á laun upphæðin að frádregnum sköttum og gjöldum, þessa upphæð fáið þið lagða inn á sér orlofs reikning.

Næst sjáið þið lífeyrissjóður séreign sem væri hvað af launum ykkar fer í séreign, getur veirð ýmist 0, 2 eða 4% af launum. Þessi starfsmaður er ekki með séreign. En þessi liður gæti heitið eitthvað annað.

Næst sjáið þið greiðslu í Brú lífeyrissjóð. Þessi upphæð er alltaf 4% af laununum ykkar og er skilda að greiða.

Svo sjáið þið greiðslu í Sameyki sem er 1% af launum eða í þessu tilfelli 1.957kr

Svo hérna neðst sjáið þið staðgreiðsla, en það er skatturinn sem þið greiðið af laununum ykkar. Í þessu tilfelli 10.202 krónur.

Samtals frádráttur er því 21.576 kr

 

Hérna vinstramegin sjáið þið hvernig skatturinn er reiknaður. Fyrst er tilgreint hversu mikið af laununum þarf að greiða skatt af. Í þessu tilfelli er starfsmaður að greiða skatt af 185.017 krónum. Eða heildarlaununum 195.þús að frádregnum lífeyrissjoðsgjöldum og samgöngusamning, því maður greiðir ekki skatt af greiðslum í lífeyrissjóð og samngöngusamning. Öll þessi upphæð fellur undir fyrsta þrep (sem er allt undir 336.916 kr). Næst sjáið þið að það er reiknuð staðgreiðsla á 1. þrepi 35,04% og eru það 64.830 krónur í skatt. Þessi starfsmaður er hinnsvegar að nýta 100% persónuafslátt og dregst því af sú upphæð eða 54.628 kr sem hann þarf ekki að greiða í skatt. Heildar skattrgeiðslan verður því 64.830 krónur mínus 54.628 kr eða 10.202 krónur

Hérna fyrir neðan sjáið þið svo framlag launagreiðanda í lífeyrissjóð sem er 11,5% af launum. Svo fyrir neðan sjáið þið samtöluna fyrir það sem hefur verið lagt inn á orlofsreikninginn ykkar yfir orlofsárið.

Við höfum þá farið yfir hvaðan greiðslan 195.726 kr kemur og hvaðan frádrátturinn 21.576kr kemur og af hverju þessi starfsmaður hefur fengið greitt inn á reinking 174.151krónu.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar um kaup og kjör hafið sambandið við mig á netfangið gunnarha@rvkfri.is

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt