Forsíða / Klúbbastarf

Klúbbastarfið fer vel af stað þetta árið. Klúbbar eru nú í boði alla daga og hefur skráningin verið góð. Klúbbastarfið er frábrugðið hefðbundna valinu að því leiti að þegar barn hefur skráð sig í klúbb er það skráð í hann í nokkur skipti í senn, oft 3-4 skipti. Þetta þýðir að barn sem er skráð t.d. í Ævintýraspilið á fimmtudögum mætir og spilar nokkra fimmtudaga í röð, eða þar til spilið hefur klárast.

Skráningarblöð fyrir klúbba hanga frammi í Skýjaborgum, við skóhillurnar. Þau börn sem ekki komast að í klúbb strax fara á biðlista og eru í forgangi þegar næsta lota af klúbbum byrjar að rúlla.

Hægt er að sjá vikudagskránna hér á síðunni undir „Dagskrá.“ Auk klúbba býður Sesselja upp á Trölladans flesta föstudaga, sem er opinn öllum þeim sem vilja taka þátt í hvert skipti.

Mánudagar

Pokémon klúbbur – Umsjónarmaður: Halldór

Fréttaklúbbur –  Umsjónarmaður: Björn

Föndurklúbbur –

Þriðjudagar

Spilaklúbbur – Umsjónarmaður: Guðný

Miðvikudagar

Dansklúbbur – Umsjónarmaður: Sesselja.

Tónlistarklúbbur – Umsjónarmaður: Gunnar

Fimmtudagar

Þjóðsöguklúbbur – Umsjónarmaður: Björn

Lestrarklúbbur – Jói og Risaferskjan – Umsjónarmaður: María

Ævintýraspil – Umsjónarmaður: Jón

Föstudagar

Kósýklúbbur – Umsjónarmaður: Stína

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt