Fjölskylduhátíð Tjarnarinnar

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Frosti, Gleðibankinn, Halastjarnan, Hinsegin félagsmiðstöð, Selið, Selið - VÁ!, Skýjaborgir, Undraland

Tjörnin hefur undanfarin ár alltaf boðið upp á fjölskylduhátíð í vetrarfríum grunnskólanna og var þetta árið engin undantekning þar á. Í Vesturbænum var frítt í sund fyrir alla aldurshópa og gestum boðið að taka þátt í spurningakeppninni Synt og svarað. Efnilegir plötusnúðar úr félagsmiðstöðinni Frosta sáu einnig um að stemmningin væri góð. Með þessu öllu var boðið upp á kaffi, kleinur og djús.

Austar í borginni í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla var líka góð dagskrá þar sem gestum og gangandi var boðið upp á kaffi, djús og bragðbættar furðuvöfflur. Einnig var boðið upp á föndursmiðju og að nýta muni félagsmiðstöðvarinnar eins og til dæmis borðtennis og pool. Að auki var frítt fyrir alla aldurshópa í sund í Sundhöll Reykjavíkur. Mjög vel var mætt á báða staði og vonum við að gestir hafi haft gaman af þessum degi.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt