Hrekkjavökuball í Frosta

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Það mátti sjá alls kyns skrímsli, drauga og afturgöngur í Frosta miðvikudaginn 25.október. Ekki örvænta það var ekki um reimleika að ræða heldur var verið að halda hrekkjavökuball Frosta fyrir 10-12 ára. Lang flest voru í búning og voru þeir eins fjölbreyttir og þeir voru margir t.d. Barbie og Ken, hirðfífl, gamall kall og jólasveinn. Plötusnúðarnir voru ekki af verri endanum en það voru nemendur úr Hagaskóla sem sáu um að þeyta skífum og héldu sannarlega upp miklri stemmingu með frábæru tónlistarvali. Hagskælingar sáu líka um afgreiðslustörf í sjoppunni, en þar var hægt að kaupa allskyns góðgæti. Frosti þakkar þeim sem komu fyrir hryllilega góða skemmtun og hlökkum mikið til næsta balls.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt