Starfsdagur unglingastarfs í haustfríi

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Haustfríið var vel nýtt hjá starfsfólki unglingastarfs Tjarnarinnar.

Fyrir helgi var haldin fjölskylduhátíð Tjarnarinnar og svo var mánudagurinn nýttur í starfsdag þar sem starfsfólk sat meðal annars fræðslu hjá Þórhildi Elínardóttur Magnúsdóttur, sérfræðingi í málefnum hinsegin fólks hjá Reykjavíkurborg. Þar talaði Þórhildur meðal annars um bakslagið í hinsegin baráttunni, orðræðuna og hvernig við getum brugðist við henni.

Einnig var farið í umræður og hópavinnu um hvernig skuli bregðast við alls konar uppákomum sem gætu komið upp í starfinu okkar. Það er nefnilega ótrúlega mikilvægt að viðhalda góðri fræðslu og halda umræðunni gangandi á okkar starfsvettvangi. Þannig eflumst við í starfi og erum betur í stakk búin til þess að bregðast við.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt