Félagsmiðstöðvadagurinn í 105

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Félagsmiðstöðvadagurinn var haldinn hátíðlegur í 105 miðvikudaginn 18. október.

Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að vekja athygli á því mikilvæga og uppbyggilega starfi sem fram fer í félagsmiðstöðvum fyrir börn og unglinga og bjóða gestum að kynnast því.

Við fengum miðstig (5.-7. bekk) í hús á milli 17:00-18:30 og var þar algjör met mæting, en við þökkum þeim sem komu kærlega. Unglingastigið var síðar um kvöldið frá 19:30-21:45, þar var mikil stemning og gaman að fá að kynna starfið sem er svo vel sótt fyrir foreldrum og fleirum.

Við buðum uppá kleinur, kaffi, kakó og köku. Einnig var farið í spurningaleik um 105, þar sem gestum gafst kostur á að fræðast um félagsmiðstöðina í leiðinni.

Við í 105 viljum þakka ykkur sem komuð, kærlega fyrir komuna.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt