Félagsmiðstöðvadagurinn í Gleðibankanum

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðvadagurinn var haldinn hátíðlegur í Gleðibankanum miðvikudaginn 18. október.

Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að vekja athygli á því mikilvæga og uppbyggilega starfi sem fram fer í félagsmiðstöðvum fyrir börn og unglinga og bjóða gestum að kynnast því.

Að þessu sinni var 5.-10. bekk boðið að koma á sama tíma en það er algjörlega misjafnt hvernig þessu er háttað hverju sinni. Það var margt um manninn og mikil stemning.

Gleðibankinn bauð upp á kleinur, kaffi, kakó og piparkökur. Einnig var farið í spurningaleik um Gleðibankann sjálfan, þar sem gestum gafst kostur á að fræðast um Gleðibankann í leiðinni.

Við í Gleðibankanum viljum þakka ykkur sem komuð , kærlega fyrir komuna.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt