Fjölskyldudagskrá Tjarnarinnar í haustfríinu

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Frosti, Gleðibankinn, Halastjarnan, Hinsegin félagsmiðstöð, Selið, Selið - VÁ!, Skýjaborgir, Undraland
English Below

Glæsileg vetrarleyfisdagskrá í boði frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar fimmtudaginn 23. febrúar.

Margt verður hægt að bralla með börnunum í vetrarleyfinu sem framundan er og bjóða hinar ýmsu stofnanir borgarinnar fjölskyldum upp á fjölbreytta afþreyingu þeim að kostnaðarlausu. Starfsfólk frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar lætur ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og hefur sett saman skemmtilega afþreyingu sem vonandi höfðar til sem flestra.

Í frístundaheimilinu Frostheimum við Frostaskjól 6 (gamla Þrekhúsið) verður boðið upp á jóga fyrir foreldra og börn. Leiðbeinandi er Stefán Atli Thoroddsen jógakennari, sem m.a. hefur kennt jóga fyrir stirða stráka. Húsið opnar 13:00 en tíminn hefst kl. 13:15 og stendur í 40 mínútur. Þeir sem eiga dýnur geta mætt með þær en ekkert mál er að taka þátt án dýnu þar sem það er mjúkt undirlag á gólfinu.

Eftir jógastundina er upplagt að skella sér annað hvort í föndur- og spilasmiðjur í Tjörninni, Frostaskjóli 2, 2. hæð (sama hús og KR) eða í Spennistöðinni, Barónsstíg 32 a (við hlið Austurbæjarskóla) frá kl. 14:00-15:30, en þar er hægt að eiga notalega stund saman í dundri. Kaffi djús og kleinur í boði. Þeir sem vilja nýta tímann í útiveru geta annað hvort skellt sér í sund, en bæði Vesturbæjarlaug og Sundhöllin bjóða foreldrum frítt í sund í fylgd barna á milli 14 og 16 eða farið í sjálfbæran ratleik í Vesturbænum eða á Klambratúni en starfsfólkið okkar mun setja upp ratleiki sem verða tilbúnir kl. 12 og fólk getur komið hvenær sem er eftir það með krakkaskarann sinn og farið saman í ratleik. Nánari upplýsingar um ratleikina verða má lesa hér að neðan. Svo geta auðvitað þeir sem eru tímastjórnunar- og skipulagssnillingar gert þetta allt og fengið það besta út úr deginum. Við vonum að flestir finni eitthvað við sitt hæfi og óskum börnum og foreldrum ánægjulegs vetrarleyfis.

Dagskrá fimmtudaginn 23.2.2022.

Vesturbær

 • 13:15-13:55 – Jóga fyrir foreldra og börn í Frostheimum, Frostaskjóli 6 (gamla Þrekhúsið). Leiðbeinandi er Stefán Atli Thoroddsen jógakennari. Húsið opnar kl. 13:00 en tíminn hefst 13:15 og stendur í 40 mínútur.
 • 14:00-15:30 – Föndur og spilasmiðjur í Tjörninni, Frostaskjóli 2, 2. hæð (sama hús og KR) frá kl. 14:00-15:30. Kaffi djús og kleinur í boði.
  • Skartgripasmiðja
  • Draumafangarasmiðja
  • Slímgerð
  • Spilastund
 • Sjálfbær ratleikur í Vesturbæ í. Stafsfólk frístundaheimilanna setur upp ratleik á sundlaugatúninu sem hægt er að nálgast frá kl. 12, sjá nánari upplýsingar á tjornin.is
 • 14:00-16:00 Frítt i sund fyrir foreldra í fylgd barna í Vesturbæjarlaug

Miðborg/Hlíðar

 • 14:00-15:30 – Föndur og spilasmiðjur í Spennistöðinni við Barónsstíg 32a (við hlið Austurbæjarskóla) Kaffi djús og kleinur í boði.
  • Skrímslaföndur
  • Skartgripagerð
  • Spilastund
 • Sjálfbær ratleikur á Klambratúni. Stafsfólk frístundaheimilanna setur upp ratleik sem hægt er að nálgast frá kl. 12, sjá nánari útfærslu á tjornin.is
 • 14:00-16:00 Frítt i sund fyrir foreldra í fylgd barna í Sundhöll

 

 

Winter break program

Tjönin will be offering a free and fun programme for families during the winter break.

Yoga for parents and children will be offered at Frostheimar after-school centre (Frostaskjól 6). Stefán Atli Thoroddsen, yoga instructor will be holding the session. The house opens at 13:00 and the session begins at 13:15 and will be 40 minutes. If you have a yoga mat then you can bring it along but if you don’t, it’s not a problem as the floor is very soft.

After yoga you can head over to Tjörnin (Frostaskjól 2) or Spennistöðin (Barónstígur 32, by Austurbæjarskóli) between 14:00-15:30 where you can enjoy coffee, doughnuts and juice and enjoy the programme offered at those places. For those that want to enjoy being outside there will be free entry to Vesturbæjarlaug and Sundhöllin for parents accompanying children. There will be an unsupervised outdoor orienteering-style game for children in Vesturbær or Klabratún. Our staff will set up the game for 12:00 and you can take part whenever from that time. You can find further details about this game below.

23.2.2022. – Programme

Vesturbær

 • 13:15-13:55 – Yoga for families, Frostaskjóli 6. The instructor is Stefán Atli Thoroddsen. House opens. 13:00, session begins 13:15 and is 40 minutes.
 • 14:00-15:30 – Crafts and games at Tjörnin, Frostaskjóli 2, 1st Floor (same building as KR) 14:00-15:30. Refreshments available.
 • Jewellery making
 • Dream-catcher making
 • Slime making
 • Board games
 • Scavanger hunt in Vesturbær. Staff will set up a scavanger hunt at the lawn behind Vesturbæjarlaug which will be available for all to enjoy from 12:00. See further information at www.tjornin.is
 • 14:00-16:00 Free swimming for parents with children at Vesturbæjarlaug

Miðborg/Hlíðar

 • 14:00-15:30 – Crafts and games at Spennistöðin, Barónsstíg 32a (by  Austurbæjarskólo)  Refreshments available.
  • Monster crafts
  • Jewellery making
  • Board games
 • Scavanger hunt at Klambratún. Staff will set up a scavanger hunt at Klambratún which will be available for all to enjoy from 12:00. See further information at www.tjornin.is
 • 14:00-16:00 Free swimming for parents with children at Sundhöll

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt