Félagsmiðstöðvadagurinn í Gleðibankanum

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gleðibankinn

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika Samfés er haldin hátíðleg núna dagana 17.-23.október.

Við í Gleðibankanum héldum upp á daginn mánudaginn 17.október með því að bjóða fjölskyldum og vinum í heimsókn til okkar. Dagskráin var tvískipt, fyrst buðum við miðstigi og fjölskyldum þeirra og vinum í heimsókn og um kvöldið gátu unglingarnir síðan komið til okkar ásamt gestum.

Á dagskrá hjá miðstigi var meðal annars Kahoot um Gleðibankann og hinn sívinsæli stóladans sem stundum er gripið í á opnunum hjá okkur. Boðið var upp á kaffi, kakó, kleinur og kex.

Á dagskrá um kvöldið var aftur Kahoot um Gleðibankann, ljósmyndabingó þar sem markmiðið var að endurgera frægar ljósmyndir, málverk, senur úr kvikmyndum og plötualbúm. Myndirnar sem bárust í ljósmyndabingóið voru stórkostlegar og dómnefndin átti í stökustu vandræðum með að velja sigurvegara. Að sjálfsögðu var einnig boðið upp á kaffi og með því eins og fyrr um daginn.

Það var algjörlega frábært að geta fagnað félagsmiðstöðvadeginum í eðlilegri mynd en ekki í miðjum heimsfaraldri eins og síðustu tvö ár.

Takk fyrir komuna öll!

 

Stóladansinn sívinsæli!

Gerður María kíkti í heimsókn með systur sínar sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu ljósmyndabingóið með þessari endurgerð af Vikunni með Gísla Marteini.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt