Vísindi og vættir í Eldflauginni

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

Þá er október liðinn undir lok og því rétt að líta um farinn veg. Í Eldlfauginni var ýmislegt brallað en þar ber þó helst að nefna Vísindaviku og svo Hrekkjavökuskemmtunina sem var auðvitað á sínum stað.

Í vísindavikunni settu börnin upp fræðihattana sína og lögðust í ýmsar rannsóknir. Þau gerðu tilraun með það hvort handþvottur hefði áhrif hversu hratt brauð myglar, þau lærðu ýmislegt um sólkerfið okkar, prófuðu að vera fornleifafræðingar sem náðu með mikilli nákvæmni að grafa súkkulaðibita úr smákökum (og borða svo), lærðu um merkilegar konur í vísindum og framlag þeirra, og margt fleira skemmtilegt og fræðandi.

Hrekkjavakan var svo auðvitað haldin með pompi og prakt 31.október. Þá mættu bæði börn og starfsfólk í hrollvekjandi búningum, boðið var upp á hryllilega hressingu, andlitsmálningu, hrekkjavökuleiki og almennt fjör.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt