Hvatningarverðlaun SFS 2021 og fyrirmyndarstaðir SFS 2021

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Frosti, Gleðibankinn, Halastjarnan, Hinsegin félagsmiðstöð, Hofið, Selið, Skýjaborgir, Undraland
Frístundamiðstöðin Tjörnin uppskar vel í dag á menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs. Alls fengu sjö starfsstaðir og verkefni viðurkenningu fyrir framsækið og faglegt starf. Þrjú verkefni fengu hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs.

– Frístundaheimilið Eldflaugin fékk verðlaun fyrir Stúdíó Eldflaugin.
– Frístundaheimilið Selið fékk verðlaun fyrir Stafrænt Sel
– Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð fékk verðlaun fyrir samstarfsverkefni.

Í dag voru einnig veitt verðlaun fyrir góða stjórnunarhætti og mannauðsmál og keppt var í flokkum, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, leikskólar og grunnskólar. Þar uppskar Tjörnin heldur betur því að fjórir starfsstaðir fengu verðlaun.

Fyrirmyndarstaðir SFS 2021
– Frístundaheimilið Skýjaborgir
– Frìstundaheimilið Undraland
– Félagsmiðstöðin 105

Hástökkvari 2021
Frístundaheimilið Draumaland hækkaði sig mest á milli ára og hlaut titilinn hástökkvari ársins.
Frístundamiðstöðin Tjörnin er afar stolt af sínum mannauð og óskar starfsstöðvum, starfsmönnum, börnum, unglingum og foreldrum til hamingju.

Frístundaheimilið Eldflaugin
Í Eldflauginni hefur verið löng hefð fyrir því að vinna skapandi listavinnu á ýmsum sviðum. Kvikmyndagerð hefur verið afar vinsæl síðustu ár og hafa ýmsar stuttmyndir, bíómyndir, fréttir og auglýsingar orðið til og notið mikilla vinsælda á sýningum. Í haust var keyptur nýr i-pad til þess að geta haldið áfram að framleiða gæðaefni ásamt því að fá fræðslu við að vinna á almennilegt myndvinnsluforrit til að geta leiðbeint börnunum, ekki einungis í upptökum heldur einnig myndvinnslunni eftir á.
Í gegnum sköpunarferlið hafa börnin tækifæri á að uppgötva og þroska eigin hæfileika ásamt því að æfa sig í samvinnu við önnur börn. Að baki einnar kvikmyndar liggur heljar mikið ferli sem krefst þess að það ríki skýr sýn, lýðræðisleg vinnubrögð, samvinna og þrautseigja í hópnum. Börn sem taka þátt í slíku verkefni af eigin frumkvæði hafa því tækifæri á að þroska með sér dýrmæta eiginleika jafnframt því að efla leikni sína í þeirri tækni sem þarf til. Fyrst og fremst þarf að koma sér saman um hugmynd sem hópurinn þarf að vera sammála um, til að svo megi verða þarf að eiga sér stað umræða um mismunandi hugmyndir, kostir og gallar vegnir og metnir, málamiðlanir aðila með mismunandi skoðanir og sjónarhorn, og sátt um þá stefnu sem hópurinn velur að fara. Því næst þarf að finna út hvernig megi koma hugmyndinni í framkvæmd. Hvernig búum við til fljúgandi furðuhlut sem er að ráðast á skólann þannig að það líti raunverulega út? Við slíkum spurningum er ekki eitt rétt svar og því gefst tækifæri til að prófa sig áfram og fikra sig smám saman að lausninni. Margar slíkar áskoranir verða á veginum að lokaafurðinnni og margt verður ekki eins og börnin höfðu ímyndað sér í byrjun. Þegar staðið er frammi fyrir þannig áskorunum myndast kjörið tækifæri til að efla seiglu og kenna börnunum að leita lausna á fjölbreyttan hátt. Þannig verður ánægja barnanna og stolt yfir lokaafurðinni enn meiri, og lærdómurinn eftir því.

Selið
Selið frístundaheimili við Melaskóla hefur undanfarin ár verið framarlega í framsæknum verkefnum. Starfsfólk Selsins hefur nýtt sér aukna tækni til þess að tvinna inn í starfið með börnunum. Sem dæmi er hlaðvarpsþáttur sem börnin stýra, ljósmyndasmiðja þar sem unnið er með ljósmyndun í heildstæðu ferli frá upphafi til enda, stuttmyndagerð og stop motion gerð, video dagbækur og fleira. Markmiðið er að nota alla þá stafrænu miðla sem eru í kringum okkur og kappkosta við að miðla þeim til barnanna í starfinu. Niðurstaðan er tífalt fróðari börn og skemmtilegra frístundastarf.

Flotinn flakkandi félagsmiðstöð

Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð fékk verðlaun í flokknum samstarfsverkefni. Markmið með starfi Flotans er að vera til staðar fyrir börn og unglinga. Í Flotanum vinna starfsmenn úr öllum hverfum borgarinnar og þau fara í heimsóknir til unglinga í félagsmiðstöðvum og í Vinnuskólann á sumrin. Flotinn fylgist með óæskilegri hópamyndun og er úti eftir að útivistartíma barna lýkur. Starfsmenn eru vel merktir í bláum úlpum. Flotinn bregst við áhættuhegðun unglinga og setur af stað vinnu til að koma í veg fyrir brottfall úr skipulögðu frístundastarfi. Flotinn vinnur í góðu samstarfi við unglinga, foreldra, þjónustumiðstöðvar, lögreglur og aðra sem að koma að uppeldisumhverfi unglinga og hvetur til samstarf með velferð barna að leiðarljósi.


Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt