Borgarstjórnarfundur haldinn með ungmennaráðum borgarinnar

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Þriðjudaginn 27. febrúar frá klukkan 15:00-18:30 var borgarstjórnarfundur haldinn sameiginlega með Ungmennaráði Reykjavíkur. Hér má sjá glæsilega fulltrúa frá Ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. UVMH flutti tvær tillögur annars vegar tillaga Úlfhildar Elísu Hrjóbjartsdóttur um hækkun launa í vinnuskóla Reykjavíkur samkvæmt vísitölu Seðlabanka og hinsvegar tillaga sem Snæ Humadóttir flutti um að tryggja áframhald Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Úlfhildur Elísa Hrjóbjartsdóttir úr Menntaskólanum í Reykjavík flutti tillögu um að bæta vinnuaðstöðu og kjör þeirra sem vinna fyrir Vinnuskóla Reykjavíkurborgar. Í tillögunni kom fram að kjör skulu fylgja nýjustu vísitölu gefna út af Seðlabanka Íslands. Úlfhildur raddaði skoðun sína á sinni reynslu á því að vinna í Vinnuskólanum og sagði frá hvernig hún hafði þurft að vinna án verkfæra, hvernig flokksstjórar mættu ekki tímanlega og hvernig metnaður við vinnu var afar lítill. Þegar kosið var um hvort ætti að senda þetta á Umhverfis- og skipulagsráð var það samþykkt samhljóða. Okkar eigin Snæ Humadóttir úr félagsmiðstöðinni 105 flutti tillögu um að enda óvissu varðandi áframhaldandi starfsemi Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Snæ talaði um að á hverju ári sem að hún mætti hafði starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar talað um að þau væru ekki viss um hvort að þau fengu áframhaldandi stöðu innan félagsmiðstöðvarinnar. Mikið af starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar voru sjálfboðaliðar. Líkt og hin tillagan, var hún samþykkt samhljóða þegar kosið var um að senda tillöguna til Skóla- og frístundaráðs.

F.h. Ungmennaráðs Vesturbæjar Miðborgar og Hlíða,

Matthías Páll Atlason

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt