Feministafélagið Vigdís í Gleðibankanum með fjáröflun

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gleðibankinn

Feministafélagið Vigdís í Gleðibankanum seldi brownies,  skinku- og beikonhorn í hádegishléinu í Hlíðaskóla í dag. Viðtökurnar voru virkilega góðar og allt seldist upp!

Allur ágóði fer í nýstofnaðan fræðslusjóð Vigdísar. Tilgangur fræðslusjóðsins er að bóka fræðslur fyrir unglingadeild Hlíðaskóla svo öll munu njóta góðs af. Efni fræðslu fer eftir eftirspurn hverju sinni.

Feministafélagið Vigdís fundar annan hvern föstudag klukkan 14:30 í Gleðibankanum og þeim til halds og traust eru Anna Margrét Káradóttir aðstoðarforstöðukona Gleðibankans og Vigfús Karl Steinsson frístundaleiðbeinandi í Gleðibankanum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt