Félagsmiðstöðvadagurinn 2020 í Frosta!

 í flokknum: Frosti

Til hamingju með daginn!

Í dag höldum við hátíðlegan félagsmiðstöðvadaginn. Undanfarin ár höfum við opnað dyrnar fyrir fjölskyldum og vinum til þess að fá innsýn inn í starfið okkar, þiggja veitingar og taka þátt í líflegri og skemmtilegri dagskrá en því miður höfum við ekki tök á því í ár sökum aðstæðna og okkur þykir það gríðarlega leitt.

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar spilar stórt hlutverk í lífum margra einstaklinga sem sækja starfið og hefur okkur þótt mjög erfitt að hafa verið með lokað síðastliðnar vikur og ekki hitt þann gríðarlega skemmtilega, fjölbreytta og frábæra hóp barna og unglinga sem að sækja félagsmiðstöðina. Við hlökkum mikið til þess þegar við getum opnað með eðlilegum hætti 🙂
Vegna óhefðbundins félagsmiðstöðvadags höfum því ákveðið að bjóða upp á spurningakeppni um starfsemi Frosta og mælum við með því að kynna sér starfið áður en ráðist er í spurningarnar.
Á næsta félagsmiðstöðvadegi getum við svo vonandi boðið ykkur öllum í heimsókn!

Hér má finna allar helstu upplýsingar um Frosta:
https://tjornin.is/tjornin-unglingasvid-10-17-ara/frosti-vesturbae/
https://www.facebook.com/Frostifelagsmidstod/

Hér er svo tengill á spurningakeppnina:
https://discover.apester.com/media/5fb519a9cf3818401dbad18f?src=link

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt