Félagsmiðstöðvadagurinn 2020 í Tjörninni

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð, Hofið

Miðvikudaginn 18. nóvember verður hinn árlegi félagsmiðstöðvadagur haldinn hátíðlegur í Reykjavík og um land allt. Markmið dagsins er að vekja athygli á því uppbyggilega frístundastarfi sem þar fer fram fyrir börn og unglinga og bjóða áhugasömum að kynnast því.

Vegna aðstæðna í samfélaginu hafa félagsmiðstöðvar þurft að umbreyta sínu starfi og leita nýrra leiða til að vera til staðar fyrir börn og unglinga og gefa þeim kost á fjölbreyttu frístundastarfi. Starfsfólk félagsmiðstöðva hefur jákvæðni og hugmyndaauðgi að leiðarljósi í sínu starfi nú sem endranær og hvetur áhugasama til að taka þátt í deginum, þó að hann sé haldinn með óhefðbundnum hætti að þessu sinni.

Í ár munu félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar bjóða upp á stafræna dagskrá í tilefni dagsins, til dæmis bjóða upp á viðburði á Discord eða Teams og/eða senda út kynningarefni um félagsmiðstöðina. Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar munu senda tölvupóst með nánari upplýsingum til foreldra í gegnum Mentor og setja á miðla félagsmiðstöðvanna.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með og kynna ykkur starfsemi félagsmiðstöðvarinnar ykkar í tilefni dagsins!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt