Frosti í samkomubanni

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frosti

Síðustu mánuðir hafa verið óvenjulegir í starfi félagsmiðstöðvarinnar Frosta. Í samkomubanni þurfti að endurhugsa starfið í Frosta og skipuleggja það upp á nýtt. Í byrjun skólaárs var hægt að halda úti hefðbundnu starfi en fljótlega þurfti að hólfaskipta nemendum Hagaskóla eftir árgöngum. Í samkomubanni hefur Frosti ekki getað boðið unglingum Vesturbæjar að koma í húsakynni sín í Tjörninni en hefur hins vegar verið með starfrænar opnanir á fjarskiptaforritinu og samfélagsmiðlinum Discord. Þar hefur verið mikið fjör og hefur í raun verið opnuð félagsmiðstöð á veraldarvefnum.

Þarna nær starfsfólk og unglingar að gera flest allt sem væri annars á dagskrá í Frosta. Það er búið að spila saman borðspil, tölvuleiki, spjalla um allt milli himins og jarðar og það hefur meira að segja verið bakað saman, þar hefur starfsfólk Frosta keyrt pakka heim að dyrum með þeim hráefnum sem þarf til í baksturinn hverju sinni.

10-12 ára starfið hefur einnig verið stafrænt þar sem Frosti hefur sett efni á heimasíðu sína sem börnin geta nýtt sér til dægrastyttingar. Í nýjustu breytingu á reglugerð stjórnvalda kemur þó fram að leyfilegt sé að vera með félagsmiðstöðvastarf utandyra og er það nákvæmlega það sem Frosti hefur gert. Frosti fagnar því ákaft að fá að hitta börnin aftur í persónu þó að það sé úti en vonandi er hægt að færa starfið aftur inn sem allra fyrst.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt