Vika 6 í 100og1

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)
Núna á mánudaginn hófst 6. vika ársins sem hljómar kannski ekki eins og merkur atburður, nema hvað að þá hefst það sem kallast Vika6, samstarfsverkefni milli félagsmiðstöðva víðsvegar um landið og UngRúv. Vikan er kynheilbrigðisvika í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, þema þessa árs er “kynferðisleg hegðun”.
Við í 100og1 erum búin að vera halda fræðslur í vikunni, bæði á opnunum hjá 5.-7. bekk og hjá 8.- 10. bekk. Á miðvikudaginn kom til dæmis hún Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur með fræðsluna “Píkupælingar”, þar sem fjallað er um píkuna útfrá ýmsum sjónarhornum, bæði félagslegum og líffræðilegum og mega unglingar sömuleiðis spyrja nafnlausra spurninga. Við verðum svo með kynfræðslu Kahoot á föstudaginn og á mánudaginn fórum við öll saman á Trúnó en þá gefst krökkunum tækifæri til þess að spyrja nafnlausra spurninga um það sem þau vilja vita.
Mikill spenningur hefur myndast fyrir þessari skemmtilegu og fræðandi viku og hefur vikan farið vel af stað. Hægt er að nálgast fræðslumyndbönd frá viku6 á instagram reikningi ungrúv eða í gegnum hlekkinn hér. Glöggir Taka eftir að í myndböndunum er að sjá einn starfsmann okkar. Einstaklega glöggir taka eftir því hvað hann er myndarlegur og skemmtilegur. https://www.ruv.is/ungruv/renningur/vika-sex
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt