Vika 6 í félagsmiðstöðinni 105

 í flokknum: 105, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Er 105 þar engin undantekning og erum við með mjög skemmtilega og fræðandi viðburði á dagskrá okkar þessa vikuna.

Þema vikunnar í ár er kynferðisleg hegðun. Meðal þeirra viðburða sem að eru á dagskránni í viku6 í 105 eru kynfræðslu kahoot kvöld, Viku6-bollakökuskreytingar og Trúnó.

Þessa vikuna klæðist starfsfólk félagsmiðstöðva í Reykjavíkurborg bolum með qr-kóðum sem leiðir þau sem skanna kóðana inn á upplýsingasíðu um málefni sem rituð er á bolina, t.d. um nánd, frammistöðukvíða og fleiri hlutum tengdum kynferðislegri hegðun.

Gaman að taka þátt í þessari fræðandi og skemmtilegu dagskrá sem Vika6 hefur uppá að bjóða!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt