Vika 6 í Gleðibankanum!

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gleðibankinn

Þá er Viku 6 nýlokið í Gleðibankanum en Vika 6 er tileinkuð kynheilbrigði í félagsmiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar í samstarfi við UngRúv.

Gleðibankinn hélt vikuna hátíðlega og bauð upp á ratleik þar sem verðlaunin voru tengd Viku 6, sýnd voru myndbönd og fræðsluefni, gefnir smokkar og haldið kökukeppni með Viku 6 þema.

Starfsmenn Gleðibankans klæddust bolum sem á var QR kóði en á bakvið QR kóðann mátti finna stutt og hnitmiðað fræðsluefni tengt Viku 6.

Þá var Gleðibankinn einnig í góðu samstarfi við Hlíðaskóla og var með fræðslu og hópefli fyrir nemendur á unglingastigi.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt