Stafrænt félagsmiðstöðvastarf um hátíðirnar
Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar munu bjóða upp á stafrænar opnanir á netinu fyrir unglingana yfir hátíðirnar og fram að skólabyrjun en vegna nýrra samkomutakmarkanna er því miður ekki hægt að hafa hefðbundar opnanir.
Breytingin tekur gildi strax í dag og er starfsfólk félagsmiðstöðvanna í óða önn að skipuleggja skemmtilega stafræna dagskrá fyrir næstu daga og vikur í samráði við unglingana. Skipulagið verður sent til foreldra og forsjáraðila í gegnum mentor og auglýst til unglinganna í gegnum samfélagsmiðla. Einnig mun starfsfólk félagsmiðstöðvanna sinna vettvangsstarfi í hverfinu meðfram því að vera til staðar fyrir unglingana í gegnum netið.
Við óskum ykkur öllum hlýju og kærleika yfir hátíðarnar 

Nýlegar færslur