Söngkeppni Tjarnarinnar

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð, Óflokkað

Söngkeppni Tjarnarinnar var haldin í Spennistöðinni mánudagskvöldið 18.mars og var hin glæsilegasta.

Söngkeppnin er undankeppni fyrir söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni þann 4.maí næstkomandi.

Fimm félagsmiðstöðvar tóku þátt fyrir hönd Tjarnarinnar, 100og1, 105, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöðin og Frosti.

Alls voru 18 atriði og hvert öðru glæsilegra. Það var krefjandi verkefni fyrir dómnefndina að dæma öll þessi glæsilegu atriði en dómnefndina skipuðu Unnsteinn Manúel, Rakel Björgvinsdóttir, Ari Ólafsson og Saga Matthildur.

Tvö atriði komust áfram og voru það Aðalheiður Helga Kristjánsdóttir úr Gleðibankanum og Katla Líf Drífu-Louisdóttir úr Frosta sem voru valdar áfram af dómnefndinni.

Aukaviðurkenning var veitt fyrir frumsamin lög en það voru þeir Bragi Valur Gestsson og Sigurður Pálmi Hafþórsson úr 100og1 sem hlutu þá viðurkenningu sem hvatningu til þess að halda áfram að semja.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt