Skíðaferð Gleðibankans, 105 og 100og1

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gleðibankinn

Félagsmiðstöðvarnar Gleðibankinn, 105 og 100og1 fóru saman í skíðaferð í Bláfjöll helgina 9.-10.febrúar. Það voru 90 unglingar sem héldu af stað í ferðina en gist var í Breiðabliksskála sem er svo heppilega staðsettur nánast í barnabrekkunni í Bláfjöllum. 

 

Unglingarnir nutu sín á skíðum í blíðskaparveðri en veðrið og skíðafærið svoleiðis lék við okkur í ferðinni og það fór ekki að skafa fyrr en rútan hélt af stað heim til Reykjavíkur, hreinlega eins og það væri planað. Við grilluðum meira að segja pylsur í blíðskaparveðrinu sem runnu hratt ofan í skíðagarpana. 

 

Haldin var kvöldvaka þar sem unglingarnir fóru saman í leiki, sungu saman og hlustuðu á draugasögur. 

 

Ferðin var ótrúlega vel heppnuð og alveg ljóst að við munum heimsækja Bláfjöll aftur, stutt að fara og vel tekið á móti okkur. 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt