Skíðaferð Frosta

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Frosti skellti sér til Dalvíkur í sína árlegu skíðaferð helgina 23.-24. febrúar. Rútan brunaði með spennta skíðagarpa beint í Böggvisstaðafjall, þar sem þau létu slæmt skyggni ekki á sig fá og skíðuðu til lokunar. Mörg hver voru að stíga sín fyrstu skref í skíðaklossum og tóku þau miklum framförum enda skíðasvæði Dalvíkur mjög byrjendavænt.

Frosti gisti í félagsmiðstöðinni Dallas, sem bauð uppá allskyns afþreyingu á borð við pool, playstation og síðast en ekki síðst pac-man vél, þar sem nýtt Frosta met var sett (39.000 stig).  Þau buðu Frosta með sér  í sundlaugapartý, þar sem krakkarnir fengu að fara í laugina eftir lokun og blanda geði við jafnaldra sína úr plássinu.

Að baki er einstaklega vel heppnuð skíðaferð og þakkar starfsfólk Frosta hópnum fyrir góðar stundir og skemmtilegar minningar í bankann! Þau voru til algjörrar fyrirmyndar og við hlökkum strax til næstu ferðar!

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt