Fréttir úr Frosta

 í flokknum: Frosti

Það hefur verið mikið líf og fjör í Frosta síðustu vikur eftir stutta skerðingu á starfsemi okkar í kringum páskafríið vegna samkomutakmarkana. Í unglingastarfinu höfum við brallað ýmsilegt,  héldum glæsilegt borðtennisbót, buðum upp á kökur og heitt súkkulaði á kakóhúsi Frosta og áttum notalegar stundir í Trúnó. Trúnó er vinsæll viðburður í Frosta þar sem unglingunum gefst tækifæri á að spurja nafnlausra spurninga um lífið og tilveruna og taka svo þátt í umræðum um málefnin ásamt starfsfólki Frosta. Þessa dagana erum við svo með þemavikur í 10-12 ára starfinu. Í apríl eru í boði spila, feluleikja, bíó og boltavikur og hefur verið mikil stemning á opnunum. Við erum farin að njóta vorsins og munum með hækkandi sól halda fleiri útiviðburði og njóta saman!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt