Foreldraröltsátak! // Parent patrol initiative!

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Með hækkandi sólu og góðu veðri eftir vetur takmarkana má áætla að líf og fjör færist í unga fólkið og unglingahópa. Það er reynsla okkar sem vinnum í félagsmiðstöðvum að á tímum sem þessum getum við búist við smá aukningu á óskipulögðu hangsi og hópamyndunum. Því er afar mikilvægt að huga að öryggi barna og unglinga í hverfinu okkar. Af því tilefni verður blásið til átaks í foreldrarölti í hverfinu í maí.

Við í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar ætlum að slá til stórskemmtilegrar foreldraröltskeppni milli 8.-10.bekkjar. Sá foreldrahópur sem skráir sig á og tekur þátt í flestum röltum ber sigur úr býtum og vinnur pizzaveislu fyrir krakkana í bekknum sem verður haldin fyrstu vikuna í júní. Frábær leið til að hafa góð áhrif á umhverfi barnanna, efla foreldrasamstarfið innan bekkjarins og kveðja skólaárið með stæl.

Foreldraröltið er gríðarlega mikilvægur hluti af verndandi þáttum í uppeldi barna og unglinga. Foreldrarölt myndar tengsl og stuðlar að auknu samtali milli foreldra í hverfinu. Með því að taka þátt í foreldrarölti kynnast foreldrar og þau kynnast hverfinu sínu á annan hátt. Einnig hefur það góð áhrif á hverfisbraginn og það félagslega umhverfi sem börn hverfisins búa í. Nærvera fullorðinna þar sem unglingar hafa safnast saman hefur róandi og fyrirbyggjandi áhrif. Slík nærvera gefur unglingunum líka tækifæri til að leita aðstoðar fullorðinna ef á þarf að halda. En af hverju ættu fyrirmyndarforeldrar að fara út, jafnvel þó þeirra börn séu heima, á foreldrarölt til að fylgjast með öðrum börnum og unglingum? Öryggi hverfisins er á okkar ábyrgð. Sýnileiki foreldra og forsjáraðila er mikil forvörn gegn notkun vímuefna og áhættuhegðun í hverfinu. Þátttaka allra foreldra í foreldrarölti hefur því áhrif á nærumhverfi barnanna í heild og þar af leiðandi áhrif á barnið þeirra.

Við erum alveg gríðarlega spennt fyrir átakinu og hlökkum til að taka höndum saman með foreldrum til að gera hverfið okkar enn betra fyrir börnin og unglingana!

//

Now that we have more sunny days and good weather after the winter of restrictions, it can be expected that the young people and teenagers are excited to get outside and enjoy more freedom. It is our experience as youth club workers that in times like these we can expect a slight increase in unorganized hangouts and group formations. That is why it is very important to consider the safety of children and adolescents in our neighborhood. On that occasion, a parent patrol initiative will be launched in May.

We in the youth clubs in Tjörnin are going to have a parent patrol competition between 8th-10th grade. The parent group that registers and takes part in most of the walks wins a pizza party for the kids in the class, which will be held in the first week of June. A great way to have a good impact on the children’s environment, strengthen parent collaboration within the class and say goodbye to the school year with style.

Parent patrol is a hugely important part of the protective aspects of raising children and adolescents. Parent patrol forms a connection and promotes increased conversation between parents in the neighborhood. By participating in parent patrol, parents get to know each other and they get to know their neighborhood in a different way. It also has a positive effect on the neighborhood and the social environment in which the children of the neighborhood live. The presence of adults where adolescents have gathered has a calming and preventive effect. Such a presence also gives adolescents the opportunity to seek the help of adults if needed. But why should exemplary parents go out, even when their children are at home, on walks with the parental patrol to observe other children and adolescents? The safety of the neighborhood is our responsibility. The visibility of parents and guardians is a great preventive measure against drug use and risk-taking behavior in the neighborhood. The participation of all parents in parent patrol therefore affects the children’s immediate environment as a whole and consequently their child.

We are very excited about the initiative and look forward to working with parents to make our neighborhood even better for the kids and teenagers!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt