Fréttabréf 100&1! Gleðilegan félagsmiðstöðvadag! // 100&1 newsletter! Happy national youth club day!

 í flokknum: 100og1

Haustið og veturinn

Haustið okkar er búið að vera ákaflega viðburðaríkt og, svo við notum uppáhalds orð allra á Íslandi, fordæmalaust. Við höfum þurft að hafa hraðar hendur og byrja rafrænt starf núna í nóvember. Í tilefni félagsmiðstöðvadagsins ákváðum við að taka saman hápunkta haustsins og fara yfir starf 100&1 í þessu rafræna fréttabréfi.

Í haust hefur 10-12 ára starfið gengið ótrúlega vel. Á sameiginlegum opnunum á föstudögum hefur aldrei verið jafn góð mæting og núna í ár. Áður en rafrænastarfið hófst var virkilega fjölbreytt og líflegt starf í gangi. Dagskrá sem valin var af börnunum og ótrúlega spennandi plön í gangi fyrir næstkomandi mánuðu. En eins og allir vita þá höfum við þurft að setja þau plön á ís og höfum við verið með hittinga fyrir 5.-7.bekk á forritinu teams. Þeir hittingar hafa verið stórkostlegir og ótrúlega skemmtilegt að prufa.

Í 100&1 ráða unglingar dagskránni sinni og geta komið með hugmyndir að hópum eða klúbbum sem þau vilja stofna í tengslum við sín áhugamál og getur starfsfólkið veitt aðstoð og leiðsögn eftir þörfum. Til dæmis heldur femínistafélagið Beljan störfum sínum áfram í 100&1. Meðlimir félagsins hafa það að markmiði að stuðla að jafnrétti í skólaumhverfinu og í samfélaginu öllu. Við erum alveg einstaklega stolt af þeim og vonumst til þess að Beljan muni vaxa og dafna áfram. Nördaklúbburinn Njörðurinn var stofnaður í haust og hefur starfið blómstrað mjög hratt. Markmið klúbbsins er að unglingar tengist í gegnum það að kynna sér borðspil, leiki og tölvuleiki. Það er dásamlegt að fylgjast með starfi Njarðarins og æðislegt að sjá virknina og samheldnina í hópnum. Þrátt fyrir takmarkanir og rafrænt starf höfum við haldið úti opnunum og hittingum á Discord og klúbbarnir haldið sína fundi og hittinga á þar.

Austurbæjarskóli, þjónustumiðstöð Vesturbæjar-, Miðborgar og Hlíða og 100&1 tóku höndum saman og héldu foreldrafundi fyrir hvern árgang og kynntu verndandi þætti í uppeldi barna og unglinga og niðurstöður úr könnunum rannsóknar og greiningar. Fundirnir tókust alveg ótrúlega vel og vorum við stolt af því hversu margir mættu og samheldnin í hópnum var áþreyfanleg. Við vonumst til að þessi ástríða fyrir öruggu umhverfi barna og unglinga haldist á lofti í gegnum tímabil takmarkanna.

Starfsfólk 100&1 hefur það að markmiði og brennur fyrir að efla félagsfærni barna og unglinga, styrkja sjálfstraust þeirra og stuðla að jákvæðum samskiptum í gegnum uppbyggilegt og skemmtilegt frístundastarf. Við viljum útvega börnum og unglingum vettvang til að að hafa áhrif á samfélagið sitt, hjálpa þeim að bera kennsl á styrkleika sína og skapa góðar minningar. Hér neðar í fréttabréfinu má finna opnunartíma fyrir hvern bekk fyrir sig

Autumn and winter

Our autumn has been extremely eventful and, so we use everyone’s favorite word in Iceland, without precedent. We had to move fast and start a digital youth work this November. Because we are celebrating the national youth club day, we decided to compile the highlights of the autumn and review the work of 100&1 in this digital newsletter.

This autumn, the youth work for the 10-12 year old has been incredibly successful. The openings on Fridays have never been as well attended as this year. Before the digital youth work began, there was a really colorful and lively work going on. A program chosen by the children and incredibly exciting plans for the coming months. But as everyone knows, we have had to put those plans on hold and we had meetings for 5th-7th graders on teams. Those encounters have been spectacular and incredibly fun to try out.

In 100&1 the teenagers decide what is on the program and can come up with ideas for groups or clubs they want to establish according to their interests and we can provide staff and guidance as needed. For example Beljan feminist club continues to be active this year in 100&1. The members of the club aim to promote equality in the school environment as well as in society as a whole. We are very proud of them and hope that Beljan will continue grow and flourish. The nerd club Njörðurinn was founded this autumn and the work has flourished very quickly. The goal of the club is for teenagers to connect through learning about board games, games and computer games. It is wonderful to follow Njörðurinn´s work and wonderful to see the interest and cohesion in the group. Despite restrictions and digital work, we have held openings and meetings at Discord and the clubs have held their meetings there.

Austurbæjarskóli, the service center of Vesturbæjar-, Miðborg and Hlíðar and 100&1 joined forces and held parent meetings for each year group and presented protective aspects of the upbringing of children and adolescents and the results of rannsóknir og greining´s surveys. The meetings went incredibly well and we were proud of how many people attended and the cohesion in the group was palpable. We hope that this passion for a safe environment for children and adolescents will be maintained through the period of restrictions.

The staff in 100&1 have the goal and passion to enhance children’s social skills, boost their self-esteem and promote positive relationships through constructive and fun leisure activities. We want to provide children and adolescents with a platform to influence their community, help them identify their strengths and create good memories from their adolescents. Below you can find our opening hour for each grade.

Reglur verkferlar í 100&1

Í 100&1 gilda sömu reglur og almennt í félagsmiðstöðvastarfi hjá Reykjavíkurborg.

Í starfinu gildir að sjálfsögðu almenn regla um að koma fram af virðingu og vinsemd við starfsfólk, börn og unglinga. Einnig óskum við eftir því við börn og unglinga að þau gangi vel um húsnæði og eigur félagsmiðstöðvarinnar. Tóbak, áfengi og aðrir vímugjafar eru að sjálfsögðu stranglega bannaðir í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Við óskum einnig eftir því við unglingana að neyta ekki orkudrykkja í félagsmiðstöðinni.

Við reynum að nálgast öll mál sem upp koma af varkárni og væntumþykju og reynum að vinna úr þeim í samstarfi við börn/unglinga og foreldra. Við stefnum öll að sama markmiði, að börnin okkar og unglingarnir fá tækifæri til að líða vel, njóta lífsins og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Rules and operations in 100&1

The same rules apply in 100&1 as in general youth clubs in the City of Reykjavík.

In 100&1 it is of course a rule to treat everyone; the staff, children and teenagers with respect and kindness. We also ask that children and teenagers take good care of the housing and belongings of 100&1. Tobacco, alcohol and other drugs are, of course, strictly forbidden in any of the activities in the youth club. We also don´t allow the teenagers to consume energy drinks in the youth club.

We try to approach all issues with cautiousness and care and we try to resolve them in cooperation with children/teenagers and parents. We all aim for the same goal that our children and teenagers have safe space to feel good, enjoy life and become the best version of themselves.

Hvað eru mætingastig?

Eflaust hafa einhverjir heyrt um mætingastig sem unglingarnir í 8.-10.bekk geta safnað sér í félagsmiðstöðinni. Með mætingastigum gefst unglingum kostur á að safna sér mætingarstigum með því að mæta á opnanir, skipuleggja viðburði, stofna klúbb, halda klúbbakvöld, taka þátt í ungmennaráði Tjarnarinnar eða taka þátt í öðru starfi félagsmiðstöðvarinnar. Með þessu viljum við gefa þeim unglingum sem taka hvað mestan þátt í starfi 100&1 tækifæri til að fá forgang í ferðir, gistinótt eða á stærri viðburði með takmörkuðum miðafjölda. Á viðburðum á vegum Samfés er einnig óskað eftir því að félagsmiðstöðvar mæti með unglinga sem starfsfólkið þekkir vel, vegna öryggisráðstafana. Þetta kerfi er tilraun til að finna sanngjarna leið til að ákvarða hverjir komast að þegar takmarka þarf fjölda þátttakenda.

What are attendance points?

Some of you have probably heard about the attendance points the teenagers in 8th-10th grade can collect in the youth club. To collect points the teenagers can attend openings, organize events in the youth club, start a club, hold a club event, participate in the Youth Council in Tjörnin or participate in any kind of events or meetings the youth club has going on. With this we want to give the teenagers who participate the most in 100&1 the opportunity to get priority for trips, overnight stays or larger events with limited tickets. At the events of Samfés, it is also requested that youth club shows up with teenagers that the employees know well for security measures. This system is an attempt to find a reasonable way to determine who will get tickets when the number of participants needs to be limited.

Dagskrárgerð

Í 100&1 vinnum við eftir barna- og unglingalýðræði og ákveða börnin og unglingarnir sjálf dagskrá mánaðarins, hverskyns klúbbastarf er haldið úti í félagsmiðstöðinni og hvaða fræðslur við fáum í 100&1. Í hverjum mánuði er haldin dagskrárgerð í félagsmiðstöðinni þar sem allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og skipuleggja dagskránna í félagsmiðstöðinni með hjálp Menti.com. Við höfum slóð opna í tölvu eða síma starfsfólks, deilum slóð á samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvarinnar fyrir unglingana og biðjum þau að setja inn sínar hugmyndir. Hver og einn má setja inn eins margar hugmyndir og þeim dettur til hugar en geta kosið hverja hugmynd sem þeim líst á einu sinni. Þá safnast hugmyndirnar saman og orðin stækka í hvert sinn sem einhver kýs hugmynd. Hér er að ofan er dæmi um dagskrárgerð á vinnustigi fyrir unglingana. Svo vinnum við dagskránna með börnunum og unglingunum á opnun í félagsmiðstöðinni og setjum saman dagskránna í sameiningu.

Making of the program

In 100&1 we work with what we call youth democracy which means that the children decide themselves what goes into the program each month, which clubs are active and what lectures they would like to see in 100&1. Once a month we have what we call making of the program where we collect ideas and everyone who is interested is encouraged to participate and make the program in the youth club with the help of Menti.com. We have a link open on employees devices, share a link on the youth clubs social media for the teenagers and ask them to put their ideas in. Everyone can put in as many ideas as they like and also can choose any idea they like once. Then the ideas collected and the word grows every time someone chooses an idea. Above you can see an example of collecting ideas for the teenagers. Then we work with the children and teenagers at the opening of the youth club and put together the program.

 

 

 

 

 

 

 

Starfsfólkið okkar // Our staff

Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið spurningar eða athugasemdir um starfið. Einnig þætti okkur vænt um ef þið mynduð heyra í okkur ef barnið ykkar stendur höllum fæti félagslega, þarf sérstaka hvatningu/stuðning eða ef vinavandamál koma upp í hópnum svo við getum aðstoðað alla eftir bestu getu.

Kveðja,
starfsfólk 100&1.

//

Please contact us if you have questions or comments about 100&1. Also, we would appreciate it if you would contact us if your child has any social problems, if the child needs motivation/support or if it has a problem with friends so that we can serve everyone the best way possible.

Best regards,
The staff in 100&1.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt