Febrúar í Gleðibankanum

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Dagskrá febrúar mánaðar í Gleðibankanum er klár og er mikið um dýrðir.

Hæst ber að nefna skíðaferð Gleðibankans, 100og1 og Hundraðogfimm sem farin verður dagana 9.-10.febrúar og er ferðinni haldið í Bláfjöll. Þar munum við skíða saman, borða saman og halda kvöldvöku, svo eitthvað sé nefnt.

Einnig er hin árlega Vika 6 á dagskrá en í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu.

Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Unnið er útfrá hugmyndum um alhliða kynfræðslu. Þemað að þessu sinni er samskipti og sambönd. Á dagskrá í Gleðibankanum verður kökukeppni og þemað er auðvitað Vika 6, spurningakeppnin Giskaðu betur og svo munum við horfa á þættina Heartstopper.

Við erum spennt fyrir þessum mánuði!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt