Hinsegin vika Tjarnarinnar haldin í fyrsta sinn

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hofið

Vikuna 14.-18. október fór Hinsegin vika Tjarnarinnar fram í fyrsta sinn. Í þessari viku var unglingum sem sækja starf félagsmiðstöðva Tjarnarinnar boðið upp á hinseginfræðslu, hinsegin-kynfræðslu og dragförðunarnámskeið svo eitthvað sé nefnt. Hápunktur vikunnar var síðan þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar mætti og svaraði spurningum unglinganna í Hinsegin félagsmiðstöðinni og endaði síðan á því að taka lagið fyrir rúmlega 100 unglinga sem mættir voru að hlýða á Palla og spurðu þau hann spjörunum úr. Palli var síðan leystur út með gjöfum en hann fékk gefins málverk frá unglingum Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.

Dragdrottningin Gógó Starr sá svo um dragförðunarnámskeið á miðvikudaginn og vakti það mikla lukku meðal viðstaddra og er ljóst að mikill áhugi er fyrir dragi en hægt er að rekja þessar vinsældir til hinna geysivinsælu þátta RuPaul‘s drag race sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix.

„Vikan gekk ljómandi vel,“ segir Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðumaður Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Hrefna var hæstánægð með vikuna. „Það er mikilvægt að fagna fjölbreytileika unglinga og minna á hinsegin málefni“.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt