Dagskrá á sumardaginn fyrsta í Reykjavík, 20. apríl

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Frosti, Gleðibankinn, Halastjarnan, Hofið, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Nú styttist í sumarhátíð á Sumardaginn fyrsta. Dagskráin hjá Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum er ekki af verri endanum en við hvetjum sem flesta að koma gangandi, á hjóli ( getið látið skoða hjólin ykkar um leið) eða nota aðrar vistvænar samgönguleiðir.

Vesturbær kl.12.00-14.00 – Selið, Melaskóla

  • Leikir, gleði og stuð við frístundaheimilið Selið í Melaskóla
  • Bubblubolti skráning;  goo.gl/aRNAj2
  • Ratleikur um hverfið
  • Hjólaleikfélagið með þrautabrautir og hjólaleikni
  • Dr. Bæk mætir og öllum boðið að koma með hjólhesta í fría ástandsskoðun
  • Pylsur í boði á meðan birgðir endast
  • Vesturbæjarlaug opin frá kl.9.00-18.00

Miðborg/Hlíðar kl.13:00-15:00  – Klambratúni

  • Leikir gleði og stuð á Klambratúni
  • Bubblubolti skráning;  goo.gl/aRNAj2
  • Folf og Stinger, frisbýgolf og körfubolti
  • Dr. Bæk mætir og öllum boðið að koma með hjólhesta í fría ástandsskoðun
  • Pylsur í boði á meðan birgðir endast
  • Skátafélagið Landnemar bjóða upp á kassaklifur, ratleik, varðeld og sykurpúða
    Sundhöll opin frá kl.10.00-18.00

Hólavallagarður kl.10.00-11.00   Heimir B. Janusarson garðyrkjumaður leiðir göngu um kirkjugarðinn

Sjáumst hress á Sumardaginn fyrsta 🙂

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt