Vika 6 í 105 // Week 6 in 105

 í flokknum: 105, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

-English below-

Í síðustu viku var Vika 6 haldin hátíðleg í félagsmiðstöðvum borgarinnar.
Markmiðið með vikunni er að fræða ungmennin okkar um allt mögulegt er tengist kynheilbrigði. Þema vikunnar þetta árið var “kynlíf”.

Á opnunum vorum við með alls lags viðburði. Á mánudeginum vorum við með Trúnó, en þar gefst unglingunum tækifæri til að senda inn nafnlausar spurningar sem að er síðan svarað á kvöldinu sjálfu. Á miðvikudagskvöldið var Kynfræðslukahoot þar sem reynt var á hvað hópurinn vissi með skemmtilegum valmöguleikaspurningum. Við lokuðum svo vikunni á föndurkvöldi þar sem að unglingunum gafst tækifæri til að koma og móta hvað sem þau vildu úr leir. Kynfæri og alls konar listaverk í öllum regnboganslitum litu dagsins ljós það kvöldið.

Ásamt því að halda skemmtilega viðburði að þá deildum við út á samfélagsmiðla okkar efni tengdu kynheilbrigði í gegnum vikuna. Unglingarnir tóku mikinn þátt í starfinu þessa vikuna og heppnaðist vel til.

////English////

Last week, Week 6 was celebrated in the city’s youth centers. The aim of the week is to educate our young people about everything possible related to sexual health. The week’s theme was “sex”.

At the openings we had all kinds of events. On Monday we had Taboo night,  where the teenagers are given the opportunity to submit anonymous questions which are then answered in the event.
On Wednesday night, there was a Sex Education Kahoot where we quizzed the kids with fun multiple choice questions. We then closed the week on an arts and crafts evening where the teenagers had the opportunity to come and shape whatever they wanted out of clay. Genitals and all kinds of artwork in all the colors of the rainbow were born that night.

In addition to holding fun events, we shared on our social media topics related to sexual health throughout the week. The teenagers took an active part in the work this week and had a good time.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt