Október í 105

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Það verður svo sannarlega stuð og stemning í 105 í október. Hér er yfirlit yfir helstu viðburði mánaðarins:

Landsmót: Þann 6.-8. október sendum við í 105 fjóra fulltrúa á Landsmót Samfés þar sem þau, ásamt fulltrúum úr öllum félagsmiðstöðvum landsins munu taka þátt í ýmsum viðburðum á vegum Samfés og starfsmönnum félagsmiðstöðva landsins. Landsmótið verður haldið á Akureyri í ár en þar gefst þátttakendum tækifæri til að hittast, skiptast á hugmyndum og taka þátt í ýmsum viðburðum. Markmiðið er að þau öðlist reynslu og myndi sér skoðanir sem þau geta síðan innleitt í sína eigin félagsmiðstöð.

Hinsegin vika: Hinsegin vika Tjarnarinnar verður sett hátíðlega mánudaginn 9unda október með lifandi bókasafni í Spennistöðinni. Þar koma hinsegin gestir sem sitja fyrir svörum frá unglingunum sem mæta. Á þriðjudeginum, á dagopnun verður kahoot þar sem unglingarnir fá möguleikann á að spreyta sig í þekkingu sinni á hinsegin málefnum. Um kvöldið verður síðan heljarinnar opnun í hinsegin félagsmiðstöðinni sem staðsett er í Spennistöðinni sem við hvetjum öll til að kíkja á. Á miðvikudeginum verður partý karaoke með Daníel Arnari (framkvæmdastjóra S’78) í Spennistöðinni sem við hvetjum öll til að taka virkan þátt í. Síðan á föstudaginn róum við stemninguna aðeins á dagopnun og horfum á bíómynd með hinsegin ívafi en um kvöldið höldum við drag kvöld í 105. Þar er öllum velkomið að taka þátt á þann veg sem þau vilja, hvort sem það er að lip synca, dansa, eða gera drag make up (sem þau koma með að heiman). Við hvetjum öll til að fylgjast einnig vel með á instagram þar sem við verðum með allskonar fróðleik í gegnum vikuna.

Félagsmiðstöðvadagurinn: Þann 18anda október er félagsmiðstöðvadagurinn, hinn eini sanni! Félagsmiðstöðvadagurinn virkar þannig að forsjáraðilum, systkinum, afar og ömmur eru velkomin með unglingunum í félagsmiðstöðina. Við bjóðum uppá eitthvað góðgæti fyrir gesti og hellum uppá kaffi og kakó. Þetta er góð leið til að kynnast því virka og flotta starfi sem unglingarnir ykkar taka þátt í, og kynnast þeim sem halda utan um það. Vonandi sjáum við sem flest þá!

Vetrarfrí: 26. – 30. október er vetrarfrí þvert yfir Reykjavíkurborg. Við munum þó ekki sitja aðgerðarlaus heldur munum ásamt öðrum félagsmiðstöðum Tjarnarinnar halda uppi dagskrá fyrir alla fjölskylduna á fimmtudeginum.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt