Bingó í Frosta!

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Það var heppni í loftinu í Frostaskjóli föstudaginn síðastliðinn þegar Frosti hélt bingó fyrir 10-12 ára. Bingó-ið var vel sótt af krökkum hverfisins sem mörg hver stóðu á tindi lukkunar og hrópuðu bingó! Vinningarnir voru ekki af skornum skammti en um var að ræða mikadó spil, andlitsmaska og baðbombu svo eitthvað sé nefnt. Viðburðurinn hefði líklega farið úr böndunum vegna spennu og eftirvæntingu ef ekki hefði verið fyrir einstaka hæfileika bingóstjórans sem stjórnaði mannfjöldanum eins og skipstjóri í ólgusjó. Mörg voru auðvitað spæld að sjá önnur en þau sjálf hneppa góssið en þau áttuðu sig fljótt á því að aðal verðlaunin væru að sjálfsögðu gleðin sem fylgdi því að eiga góða stund með vinum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt