Mánuður umhyggju og góðvildar // A month of care and kindness

 í flokknum: 100og1

Í gær var marglitur mánudagur í verkefninu #kind20. Samfés ásamt TUFF Ísland (KIND20) og Tvær grímur fjöllisthópur sem stendur fyrir fræðslum og listtengdum viðburðum hafa tekið höndum saman og senda félagsmiðstöðvum, ungmennahúsum og öllum landsmönnum skilaboð umhyggju og góðvildar. Við í 100&1 ætlum að sjálfsögðu að taka þátt og dreifa þessum dásamlegu skilaboðum sem víðast. Hér að ofan má sjá skilaboð sem starfsfólkið sendi til unglinganna í gegnum samfélagsmiðlana okkar em hluta af marglitum mánudegi.

Þau hafa útbúið umhyggjuhefti með fjölbreyttum og skemmtilegum hugmyndum og verkefnum sem fólk á öllum aldri, fjölskylda og vinir, geta tekið þátt í saman. Með þessu framtaki í desember vilja þau gefa fólki hugmyndir að verkefnum sem stuðla að aukinni samveru á tímum þar sem aðstæður eru aðrar en við eigum að venjast og erfitt getur verið að halda í jólahefðir vegna heimsfaraldurs.

Samfés og okkur öllum er sérlega umhugað um stöðu ungs fólks, þeirra velferð og vellíðan. Því teljum við að nauðsynlegt sé að taka höndum saman með því að taka þátt í þessu verkefni þar sem að áhersla er lögð á umhyggju, góðvild og samveru. Við vonumst til að aukin samvera færi hinn sanna hátíðaranda inn á heimili landsins. Hægt er að nálgast umhyggjuheftið https://samfes.is/images/Samfes/pdf/umhyggja.pdf.

//

Yesterday was a multicolored Monday in the project # kind20. Samfés together with TUFF Ísland (KIND20) and Tvær grímur fjöllistahópur, which are responsible for education and art-related events, have joined forces and send youth clubs, youth houses and all Icelanders a message of care and kindness. We in 100&1 are of course going to participate and spread this wonderful message as widely as possible. Above you can see a message that the staff sent to the teenagers through our social media as part of a multicolored Monday.

They have created a care booklet with diverse and fun ideas and projects that people of all ages, family and friends, can participate in together. With this initiative in December, they want to give people ideas for projects that promote increased togetherness at a time when conditions are different from what we are used to and it can be difficult to maintain Christmas traditions due to the pandemic.

Society and all of us are particularly concerned about the situation of young people, their mental health and well-being. Therefore, we believe that it is necessary to work together by participating in this project where the emphasis is on caring, kindness and togetherness. We hope that increased togetherness will bring the true festive spirit into the homes in Iceland. You can access the care booklet https://samfes.is/images/Samfes/pdf/umhyggja.pdf

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt