Foreldrahlutverkið og staða barna á tímum COVID-19

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Frosti, Gleðibankinn, Halastjarnan, Hinsegin félagsmiðstöð, Hofið, Selið, Skýjaborgir, Undraland
Fróðir foreldrar, sem er samstarfsverkefni foreldrafélaganna í hverfinu, frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, þjónustumiðstöðvarinnar og íþróttafélaganna, vilja hvetja foreldra og fagfólk í störfum með börnum og unglingum til að mæta á mikilvægan fjarfund í næstu viku þar sem fjallað verður um foreldrahlutverkið og stöðu barna.
 
Upplýsingafundur sveitarfélaga og Rannsókna og greiningar um líðan ungmenna og aðgerðir á tímum COVID-19 fer fram miðvikudaginn 9. desember kl 14:00 til 15:00. Niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2020 verða kynntar og verður áherslan á líðan, orkudrykki og nikótínpúða. Auglýsingin er komin inn á vef Rannsókna og greiningar www.rannsoknir.is en þar geta áhugasamir skráð sig. Athugið að skráning þarf að eiga sér stað áður en fundurinn hefst.
Við minnum á samansafn Fróðra foreldra af ýmsu fræðiefni og fyrirlestrum um málefni sem tengjast börnum og unglingum inni á síðunni https://reykjavik.is/frodir-foreldrar
Við hvetjum ykkur einnig til að fylgja síðu Fróðra foreldra á facebook https://www.facebook.com/frodir
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt