Karnival hinseginfélags Frosta

 í flokknum: Frosti

Föstudaginn 7. apríl var Karnival haldið í Frosta á vegum hinseginfélags félagsmiðstöðvarinnar. Karnivalið var hluti af barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar sem var haldinn með pompi og prakt dagana 5. -10. apríl. Þema hátíðarinnar í ár var gleði og sköpunargleði og þótti okkur það tilvalið þema eftir þrautseigju og seiglu síðastu tveggja ára.

Með Karnivalinu var markmiðið okkar að gleðjast saman og njóta lífsins. Við fengum heimsókn frá Lalla töframanni sem sýndi listir sínar fyrir gesti. Sýningin var troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Hann leyfði börnunum að taka þátt í sýningunni og fékk þau til að aðstoða sig við töfrabrögðin sem vakti mikla lukku. Að sýningunni lokinni var boðið upp á candyfloss og farið í karaoke.

Við erum í skýjunum með einstaklega vel heppnaða hátíð og þökkum öllum þeim sem að henni komu!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt