Vika6 fór fram í Tjörninni

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Frosti, Gleðibankinn

Vika 6 fór fram með pompi og prakt síðastliðna viku í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar.

Vika 6 er árlegur viðburður sem er haldinn hátíðlegur í félagsmiðstöðvum og skólum Reykjavíkur þriðja árið í röð. Meginmarkmið vikunnar er að fjalla um allt mögulegt er varðar kynheilbrigði. Þema vikunnar þetta árið var „kynlíf og menning“.  

Dagskrá vikunnar var spennandi og skemmtileg. Viðburðirnir voru fjölbreyttir og fræðandi. Meðal viðburða vikunnar var umræðuleikurinn Spectrum, en hann felur í sér að lesnar eru upp staðhæfingar og svo eiga einstaklingar að staðsetja sig á línunni eftir því hversu sammála eða ósammála staðhæfingunni þau eru. Þar sköpuðust afar áhugaverðar umræður sem allir viðstaddir tóku virkan þátt í.  

Alla vikuna var svo hægt að setja nafnlausar spurningar tengdar þemanu í svokallaðan spurningakassa fyrir kvöldviðburð föstudagsins, Trúnó. Þar voru spurningarnar svo lesnar upp og starfsfólk svaraði þeim eftir bestu getu.  

Vikan heppnaðist einstaklega vel og erum við spennt fyrir að halda hana aftur að ári liðnu! 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt