Frumleiki, ferskleiki og frábær matur?

 í flokknum: 100og1, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

8.bekkur fékk sitt eigið kvöld seinasta miðvikudag. Pöntuð var pizza, skellt sér í speed friending(hrað vinamót) og allskonar skemmtilega hópeflisleiki til að hrista hópinn saman. 8.bekkur virtist eiga gott kvöld og planið er að halda 9.bekkjarkvöld í næsta mánuði og svo fyrir 10.bekk mánuðinn eftir það.

Það kom okkur ekkert á óvart að frumlegar og fagrar samlokur voru bornar fram í MasterChef keppni 100og1 á mánudaginn. Dómarar höfðu reyndar orð á því að gæði hafi einstaka sinnum fengið að víkja fyrir frumleikanum, en dáðust um leið að hugmyndaflugi og stemningunni sem ríkti á meðal keppenda.

Gómsætar kveðjur
100og1 staffið

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt