Fjölskylduhátíð Tjarnarinnar í haustfríi, föstudaginn 22.október // Tjörnin’s family festival during autumn break, Friday 22 October

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Óflokkað

-English Below-

Nú er loksins komið að því sem allir hafa beðið eftir! Fjölskylduhátíð Tjarnarinnar í haustfríi, föstudaginn 22.október. Við í Tjörninni erum alveg einstaklega spennt fyrir því að njóta hausfrísins með ykkur og halda það hátíðlegt með einstaklega skemmtilegri dagskrá í Vesturbænum og Austurbænum.

Dagskráin vestan megin mun fara fram í Vesturbæjarlaug kl. 14:oo – 16:00. Hin æsispennandi spurningakeppni synt og svarað verður á sínum stað ásamt því að sundlaugagestir geti notið ljúfra tóna. Í boði verður að sötra á sjóðheitu kaffi, svalandi djús og gæða sér á gómsætum kleinum. Frítt verður í laugina í þessa tvo tíma því um að gera að grípa gæsina og njóta alls þess sem Tjörnin býður upp á í Vesturbæjarlaug.

Dagskráin í Austurbænum verður alls ekki síðri. Spennistöðin við Austurbæjarskóla verður opin gestum og gangandi kl. 16:00 – 18:00. Þar verður hægt að fara í skartgripagerð og spila spennuþrungin og stórskemmtileg spil. Í boði verður magnaður kleinubar sem ætti ekki að skilja neinn eftir vonsvikinn. Ásamt dagskráinni í Spennistöðinni verður frítt í sund fyrir börn og unglinga undir 18 ára allan daginn í Sundhöll Reykjavíkur. Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Já það má með sanni segja að fjölskylduhátíð Tjarnarinnar sé glæsileg og við hlökkum til að njóta hennar með ykkur!

//

At last, the moment everyone has been waiting for! Tjörnin’s family festival during the autumn break, Friday October 22nd. We at Tjörnin are very excited to enjoy the holiday with you and celebrate it with a very fun program in Vesturbær and Austurbær.

The program on the west side will take place in Vesturbæjarlaug at 14:oo – 16:00. The exciting quiz Swum and Answered will be there as usual as well as the pool guests can enjoy cozy music. You can also enjoy delicious hot coffee, refreshing juice and yummy kleinur. There will be free admissions to the pool for these two hours so we highly recommend you seize the opportunity and enjoy all that Tjörnin has to offer in Vesturbæjarlaug.

The program in east side will not be inferior at all. Spennistöðin by Austurbæjarskóli will be open to visitors at 16:00 – 18:00. There you will be able to go and make jewelry and play exciting and fun card games. There will be an amazing kleinu bar that should not leave anyone disappointed. Along with the program at Spennistöðin, there will be free admissions to the swimming pool for children and teenagers under 18 years old in Sundhöll Reykjavíkur. Children under 10 years old have to be accompanied with adults.

Yes,  Tjörnin’s family festival is absolutely wonderful and we look forward to enjoying it with you!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt